Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, mars 31, 2006

Hvað þarf til að gera Föstudaga skemmtilega?

1. Sól (checked!)
2. Gott skap (checked!)
3. Viðtalstíma með leiðbeinandanum sínum (checked!)
4. Súpu og hvítvín í hádegismat (checked!)
5. Klikkaða vini (checked!)
6. Von um skemmtilegt kvöld framundan (chekced!)
7. Gelluföt (ekki alveg)
8. Laugardag framundan sem hægt er að eyða í þynnku (enganvegin til staðar)
9. Að vera kominn langt og vel á veg með öll verkefni og vera búinn að vera duglegur alla vikuna ( ha ha ha, á þetta að vera brandari?)
10. Kunna að taka gagnrýni (það hef ég aldrei kunnað)

well guys, ætla að challangea sjálfri mér og tékka hversu vel ég tek gagnrýninni á ljótu ritgerðina mína. Ef það gengur illa þá kemur kokteillinn sem skólastjórar Reykjavíkur ælta að gefa mér á eftir sér vel.

Gleðilegan Föstudag!

fimmtudagur, mars 30, 2006

Det meget og det lidt

Alt det meget ingen når
gråner mange menskers hår.
Glæd dig alt hvad du formår
over alt det lidt du når.
-Piet Hein

Þetta voru einkunnarorð dagsins!

Annars er ég í asnalegri stöðu. Auk þess að vera eini bloggarinn sem bloggar þessa dagana (augljóst að ég á að vera að gera eitthvað annað..) þá vil ég á sama tímanum að tíminnn líði og að tíminn stöðvist. Ég vil að páskarnir komi núna, en ég vil líka að páskarnir komi aldrei. Þetta er erfitt líf. Ætli ég fái páskaegg í ár? Foreldrar mínir hóta mér á hverju ári að ég sé vaxin uppúr því en alltaf fæ ég nú samt egg... :)

miðvikudagur, mars 29, 2006

Nýjasta tískan

Einbeitingaskorturinn er einkennandi fyrir líf mitt þessa dagana. Sérstaklega því að ég var búin að bíða svo spennt eftir viðbrögðum frá leiðbeinandanum mínum, en sökum óviðráðanlegra ástæðna fæ ég ekkert feedback fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Það er erfitt að halda áfram þegar mar veit ekki hvort mar er á réttri braut!

Annars komumst við að því um helgina að það er komið nýtt trend í tölvutöskum. Já nei, þetta eru ekki allar tölvutöskur þarna á myndinni, bara miðjutaskan sem Fredrik heldur á. Taskan er náttla mega trendí og flott, en kannski örlítið of kvennleg. Vorum að pæla í að leggja það til á fundinum að við fengjum okkur öll svona tösku til að geta verið í stíl ;) nööööööördar!

Ég ætti bráðum að fara að læra af reynslunni og sjá að ég get ekki stoppað stutt nirrí Norræna. Ég reyndi það í dag og það eina sem ég græddi á því var stöðumælasekt! Guð hvað ég var reið útí sjálfa mig! urg

Athyglisbrestur í hámarki!!!!!!!! Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég nenni ekki að vita meira

Stundum þá held ég að sjálfstæðið og sköpunargáfan hafi alveg verið að kæfa mig sem barn. Sérstaklega þá þegar kom að skólanum. Ég vildi helst bara læra það sem að mér datt sjálfri í hug að væri sniðugt, eða þá að ef einhver setti upp einhverskonar keppni fyrir mig. Að vera fyrst að klára stærðfræðibókina eða álíka. Þetta er nú ekkert óvenjuleg hegðun af sjálfstæðum námsmanni að vera, en þetta hamlaði mig talsvert í námi mínu. Þetta var þó miklu verra í skapandi námsgreinum þar sem ég vildi aldrei gera eins og kennarinn sagði okkur að gera, ég vildi jú skapa þetta alveg sjálf. Þetta háir mér ennþá, ég get mjög illa unnið með kennurum sem að vilja stjórna sköpun minni. En það sem ég hló mest að í þessum pælingum var setningin sem ég sagði alltaf við mömmu:

Ég nenni ekki að vita meira en þetta mamma!

Egósentrískur bloggari

Ég er egósentrískur bloggari. Það sést best á myndbirtingu á þessari síðu. Alltaf myndir af mér! Í tilefni þess að ég fattaði það loksins ákvað ég að setja myndri af fleiri ljóshærðum stelpum hingað inn. Hér er Mette varaformaður og Madda ferðafélagi. Báðar alveg all svaðalega ánægðar með fundinn um helgina!! Eða hvað finnst ykkur?

Þessi mynd er einmitt teki á Kúl-café (ekki stafað svona ) í Köpen. Hugsði ykkur að vera svona sniðugur í nafngift! Eftir að við vorum öll næstum sofnuð þarna í djúpa sófanum á kaffikúl fór ég einmitt með þessum kátu stúlkum og karlmanninum á glaða grísinn. Ég er að segja ykkur, danir slá alla út í nafngiftum á börum! Á glaða grísnum var einmitt Kim Larsen coverband sem danirnir sungu hástöfum með en við Madda reyndum okkar besta til að söngla svolítið inn á milli.

Annað við pöbbalíf Dana sem við Madda vorum að furða okkur á. Það er sakleysið! Á föstudagskveldinu fórum við inn á bar sem var einstaklega heimlislegur. Trúbadorar spiluðu af miklum krafti með áhorfendur sem sátu og borðuðu popp á sófa fyrir framan þá! Ekki var það nú nema heimilislegt, en það sem við vorum mest hissa á var að í fremsta hluta barsins var fatabúð...og þar héngu föt, skartgripir og fleira...á glámbekk! enginn að fylgjast með því eða neitt!! Vissulega stóð uppá vegg að 20% af innkomu búðarinnar rynni til góðgerðamála, en ég meina, komon! Hefði það stoppað flest íslendinga í að taka sér eins og eina hálfsfesti eftir að hafa sporðrennt 3 bjórum með poppinu? Heeeeeeeld ekki! Danirnir hreinlega skildu ekki þessa paranoju í okkur! Posted by Picasa

Kaupmannahöfn

 

Aftur er ég komin heim frá Danaveldi. Ég held ég rati betur um Kastrup en miðborg Reykjavíkur...fékk þó í þetta skiptið að ferðast aðra leiðina með góðum ferðafélaga :) Eins og venjulega var DK dejlige, góður fundur og frábært að hitta Henrik aftur eftir svona stuttan tíma. Þetta var þó mikið maraþon af pælingum og vinnu svo að ég er ennþá hálf dösuð. Ég tók þó þessi frábæru mynd af sjálfri mér með gráa Kaupmannahafnarveðrinu. Ég veit ekki hvað þetta er, en á einum mánuði hef ég eytt samtals rúmri viku í Köpen og það er alltaf rigning, snjókoma og grátt veður þar! Er þetta ég eða Köpen?

Ferðasagan og fleiri myndir koma innan skamms, núna er ég að reyna að koma mér aftur inn í öll verkefnin sem bíða mín... Posted by Picasa

föstudagur, mars 24, 2006

NiðurpakkningÉg hef aldrei verið sérlega góð í að pakka niður fyrir ferðalög. Samt er ég með margra ára reynslu og ætti að vera búin að læra af reynslunni. Svo virðist sjaldnast vera. Annað hvort er ég með allt of lítið, allt of mikið, farangurinn týnist eða ég tek með mér vetrarföt og síðan er 25 stiga hiti og raki alla ferðina! Eina góða undantekningin frá þessu er Rússlandsferðin okkar Palla á síðasta ári, þar sem ég var með nákvæmlega einn bakpoka, hann dugði alveg fullkomnlega, notaði síðustu hreinu flíkina daginn sem við ferðuðumst heim. Besta var svo auðvitað að við þurfumt að fara yfir langan veg í snjó og kulda með farangurinn svo að ég fékk mörg öfundsaugun frá stelpunum sem drösluðust með risastórar ferðatöskur með sér.
Verst heppnaðast niðurpakkning mín var svo þegar ég fór á sundmót í Esbjerg 2003. Ég pakkanði niðu sæmilega hlýjum fötum og síðan var 25+ allan tímann! Inn í sundlaugabyggingunni var svo enn heitara, og rakara! Ég endaði með að kaupa mér stuttbuxur og hlýraboli...enda var ég að kafna í gallabuxum og svörtum langermabolum!

En lang best finnst mér samt að plana niðurpakkningar, annars gengur þetta bara ekki. Ákveða í hverju á að vera við hvert tækifæri, þó svo að það sé ekkert nauðsynlegt að fara eftir planinu. Þetta hentar náttla lang best í fundarferðir því þá veit maður nákvæmt plan. Svo virðist maður oftast gleyma þeim fídus að þegar maður gistir hjá vinum og vandamönnum að maður getur vel þvegið 1 eða 2 boli og hengt upp yfir nóttina..

Að lokum skelli ég hérna frábærri mynd sem ég fann með hjálp besta vinar Rástu (a.k.a. gúgúl) Þetta ætla ég að nota sem sönnunargagn að ákveðinn aðili geti vel pakkað mér ofaní töskuna sína og tekið mig með á hinn enda heimsins í haust!

fimmtudagur, mars 23, 2006

 

OK, smá álit frá ykkkur. Ef fólk er á annað borð að photshopa myndir (augljóst að þessi er photshopuð því að ég er ekki rauð í framan) hvernig væri þá að taka undirhökuna af ? Mér hefði alveg fundist það vera viðeigandi í tilefni dagsins!

Herbergið mitt er svo mikið drasl að ég er hugsa um að flytja. Er það ekki léttasta lausnin til að taka til? Draslarar, hvað segiði þið? Posted by Picasa

Norræni dagurinn

æji...ég er bara spennt fyrir KBH á morgun :) Þar bíður mín félagskapur sem ég hef ekki hitt í ....4 vikur! allt of langt! Núna er bara einn dagur eftir í biðinni :)

miðvikudagur, mars 22, 2006

Kennsluverkefni..

...ok, nú er ég búin að vera í kennó í næstum 3 ár. Á þessum tíma hef ég látið mér detta í hug sirca MILJÓN kennsluverkefni, þemaverkefni og svo framvegis. Alltaf er maður að reyna að kenna eitthvað...án þess að kenna það nokkurntíman í rauninni. Þetta er auðvitað alveg frábært og nauðsynlegt til þess að verða svo góður kennari í framtíðinni...en svo kemur að því að hugmyndaflugið er bara búið! Eins og núna á ég að vera að búa til kennsluefni í svona námsumhverfi, semsagt eitthvað námskeið sem svo yrði kennt í fjarnámi. Þetta er náttla alveg í miðju míns áhugasviðs, en ég bara nenni þessu ekki alveg núna. Það er mjög slæmt því ég er búin að standa mig vel í þessum kúrs hingað til og kennarinn góður, svo ég vil ekki gera mig að fífli með því að skila lélegu verkefni. Fyrir utan að ég er náttla ömurlegur hópvinnufélag(þetta er hópverkefni)því ég er aldrei á skype á réttum tímum og kem ekki með neinar hugmyndir því ég er of upptekin að þýða texta á sænsku eða blogga... hmmm...
Það er samt ekki hægt að draga þetta mikið lengra, áætlun skal skila á föstudaginn og hana nú!

Að skemmtilegri málefnum. Ég var spurð í vikunni hvort að ég væri nokkuð með fiskablóð í mér. Þá sat ég semsagt nirrí norræna félagi eins og svo oft þessa dagana og var næst dyrunum. Það var opið út og ég á stuttermabol, afgangurinn af liðinu í peysu eða úlpu því það var víst mjög kalt þarna inni! En ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að þetta sé raunin, mér líður næstum hvergi betur en í vatni, ég er miklu meiri fyrir kulda en hita og húðin mín er sko næstum komin með hreystur af allir sundiðkun minni. Hver man svo ekki eftir fyrirlestrinum mínum í MR um hrognkelsin þegar aðrir héldu fyrirlestra um sykursýki eða alnæmi... ;)

Norrænn dagur á morgun, þá verður bloggað á skandínavísku!

Linkar...

....fólk sem ég gleymdi : ég elska ykkur enn. Segið mér bara hver þið eruð og ég bæti ykkur á listann a.s.a.p.!

að lesa fréttir til enda..

...ég hef tekið eftir því að undanförnu að ég er með óþolandi áráttu sem lýsir sér í því að ég les aldrei fréttir í dagblöðum til enda. Einhvernvegin hætti ég alltaf þegar það eru sirca 2 málsgreinar eftir...enda finnst mér ég alltaf vera búin að ná innihaldinu þá! Stundum reyni ég að pína mig til að klára greinarnar...en það er bara óþægilegt. Mig langar bara ekkert að klára þær!

Blogg er tímaþjófur! 2 dagar í köpen og bara 7 blst komnar af B.ed....verð að rúlla upp amk 3 bls til viðbótar í dag svo að kennarinn minn hafi eitthvað að lesa á meðan ég verð að rífast í Danaveldi!

Freyja elskar ís

 

Bara svona að prófa hvort að þetta kemur vel eða illa út með mynd!

Tók mig til fyrir jól og fór í gegnum gömul myndaalbúm og skannaði inn heilan helling af myndum af mér frá ólíkum tímabilum í lífi mínu. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt, og þetta er ein af mínum uppáhalds myndum. Ég, 4 ára í Brighton í Englandi að borða ís :) Those were the times...

Álíka notstralgía átti sér svo stað hér í dag þegar Arnar litli frændi loksins stóð uppúr rúminu og var farið að leiðast í flensunni og vildi fara að horfa á video. Freyja frænka var of upptekin í ritgerðskrifum til að fara útá leigu, en sagði honum bara að skella sér í safn heimlisins, örugglega til amk Stella í Orlofi! Við fundum þó enn betri mynd, video sem var tekið þegar hann var nýfæddur, skírnin og fleira. Þetta var auðvitað hin besta skemmtun, ég 9 ára og hann nýfæddur, foreldrar hans varla komin af gelgjuskeiðinu - en það besta var auðvitað á myndunum að hann er aaaaaaaaaaaalveg eins og pabbi hans! Hann fattaði það sjálfur þegar pabbi hans byrjaði að tala við cameruna. Þar að auki fannst okkur gleraugun hennar mömmu nú helst til halló ;)

Farin að sofa, blogg er tímaþjófur! Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 21, 2006

Freyja tímabundin..

....ekki þó bundin af tíma, heldur ætla ég bara að stoppa hér tímabundið. Vonandi líður ekki allt of langt þar til kjulli.com verður kominn aftur hress og kátur!

Annars var ég bara að ræða það við Rástu áðan hvað það er ávanabindandi að hafa blogg. Ég er búin að vera vængbrotin í þessar fáu vikur sem kjúlli hefur legið niðri... og núna sprakk ég og ákvað að fara aftur í tímann, skella mér aftur á blogspot!

Ein spurning að lokum áður en ég skelli mér í mæðgnakvöldið okkar mömmu (horfa á Gilmore Girls!) - hvaða lúði á ekki CV ? Svar: ég ! Fattaði það fyrir nokkrum vikum. Er búin að vera að reyna að rembast við að setja upp flott CV...þar sem það væri alveg skjön við mig að eiga ekki stílhreint og vel upp sett CV...og ég bara veit eiginlega ekkert hvort ég er á réttri leið. Ég sem hélt ég hefði gert svo margt um ævina....en flest er kannski ekkert prenthæft á CV ;)

3 dagar í Köpen...nú tekkur því næstum ekki að telja dagana niður í þessar Danmerkurferðir, það er svo stutt á milli þeirra ! :)