Egósentrískur bloggari

Þessi mynd er einmitt teki á Kúl-café (ekki stafað svona ) í Köpen. Hugsði ykkur að vera svona sniðugur í nafngift! Eftir að við vorum öll næstum sofnuð þarna í djúpa sófanum á kaffikúl fór ég einmitt með þessum kátu stúlkum og karlmanninum á glaða grísinn. Ég er að segja ykkur, danir slá alla út í nafngiftum á börum! Á glaða grísnum var einmitt Kim Larsen coverband sem danirnir sungu hástöfum með en við Madda reyndum okkar besta til að söngla svolítið inn á milli.
Annað við pöbbalíf Dana sem við Madda vorum að furða okkur á. Það er sakleysið! Á föstudagskveldinu fórum við inn á bar sem var einstaklega heimlislegur. Trúbadorar spiluðu af miklum krafti með áhorfendur sem sátu og borðuðu popp á sófa fyrir framan þá! Ekki var það nú nema heimilislegt, en það sem við vorum mest hissa á var að í fremsta hluta barsins var fatabúð...og þar héngu föt, skartgripir og fleira...á glámbekk! enginn að fylgjast með því eða neitt!! Vissulega stóð uppá vegg að 20% af innkomu búðarinnar rynni til góðgerðamála, en ég meina, komon! Hefði það stoppað flest íslendinga í að taka sér eins og eina hálfsfesti eftir að hafa sporðrennt 3 bjórum með poppinu? Heeeeeeeld ekki! Danirnir hreinlega skildu ekki þessa paranoju í okkur!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home