Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, mars 22, 2006

Freyja elskar ís

 

Bara svona að prófa hvort að þetta kemur vel eða illa út með mynd!

Tók mig til fyrir jól og fór í gegnum gömul myndaalbúm og skannaði inn heilan helling af myndum af mér frá ólíkum tímabilum í lífi mínu. Þetta var auðvitað mjög skemmtilegt, og þetta er ein af mínum uppáhalds myndum. Ég, 4 ára í Brighton í Englandi að borða ís :) Those were the times...

Álíka notstralgía átti sér svo stað hér í dag þegar Arnar litli frændi loksins stóð uppúr rúminu og var farið að leiðast í flensunni og vildi fara að horfa á video. Freyja frænka var of upptekin í ritgerðskrifum til að fara útá leigu, en sagði honum bara að skella sér í safn heimlisins, örugglega til amk Stella í Orlofi! Við fundum þó enn betri mynd, video sem var tekið þegar hann var nýfæddur, skírnin og fleira. Þetta var auðvitað hin besta skemmtun, ég 9 ára og hann nýfæddur, foreldrar hans varla komin af gelgjuskeiðinu - en það besta var auðvitað á myndunum að hann er aaaaaaaaaaaalveg eins og pabbi hans! Hann fattaði það sjálfur þegar pabbi hans byrjaði að tala við cameruna. Þar að auki fannst okkur gleraugun hennar mömmu nú helst til halló ;)

Farin að sofa, blogg er tímaþjófur! Posted by Picasa

3 Comments:

 • At 2:28 e.h., Blogger Jónas said…

  eigum við að fara til Brighton í sumar? Gætum farið í helgarferð... mig langar aftur :(

   
 • At 2:28 e.h., Blogger Jónas said…

  Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

   
 • At 7:50 e.h., Blogger Alma said…

  Þú byrjaðir ísferilinn þinn snemma...náðir svo toppnum um tvítugt. Ertu farin að ritskoða kommentin?

   

Skrifa ummæli

<< Home