Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, mars 21, 2006

Freyja tímabundin..

....ekki þó bundin af tíma, heldur ætla ég bara að stoppa hér tímabundið. Vonandi líður ekki allt of langt þar til kjulli.com verður kominn aftur hress og kátur!

Annars var ég bara að ræða það við Rástu áðan hvað það er ávanabindandi að hafa blogg. Ég er búin að vera vængbrotin í þessar fáu vikur sem kjúlli hefur legið niðri... og núna sprakk ég og ákvað að fara aftur í tímann, skella mér aftur á blogspot!

Ein spurning að lokum áður en ég skelli mér í mæðgnakvöldið okkar mömmu (horfa á Gilmore Girls!) - hvaða lúði á ekki CV ? Svar: ég ! Fattaði það fyrir nokkrum vikum. Er búin að vera að reyna að rembast við að setja upp flott CV...þar sem það væri alveg skjön við mig að eiga ekki stílhreint og vel upp sett CV...og ég bara veit eiginlega ekkert hvort ég er á réttri leið. Ég sem hélt ég hefði gert svo margt um ævina....en flest er kannski ekkert prenthæft á CV ;)

3 dagar í Köpen...nú tekkur því næstum ekki að telja dagana niður í þessar Danmerkurferðir, það er svo stutt á milli þeirra ! :)

2 Comments:

  • At 9:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært Freyja! Já, það er sko ávanabinandi að vera með blogg:D Ekkert vera samt að fara í meðferð, að blogga er skemmtilegt:)

     
  • At 12:55 f.h., Blogger Jónas said…

    mér hefur líka fundist afar skrítið að vita ekki af þér í bloggheimum að undanförnu. Þú mátt aldrei yfirgefa mig svona aftur.

     

Skrifa ummæli

<< Home