Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég nenni ekki að vita meira

Stundum þá held ég að sjálfstæðið og sköpunargáfan hafi alveg verið að kæfa mig sem barn. Sérstaklega þá þegar kom að skólanum. Ég vildi helst bara læra það sem að mér datt sjálfri í hug að væri sniðugt, eða þá að ef einhver setti upp einhverskonar keppni fyrir mig. Að vera fyrst að klára stærðfræðibókina eða álíka. Þetta er nú ekkert óvenjuleg hegðun af sjálfstæðum námsmanni að vera, en þetta hamlaði mig talsvert í námi mínu. Þetta var þó miklu verra í skapandi námsgreinum þar sem ég vildi aldrei gera eins og kennarinn sagði okkur að gera, ég vildi jú skapa þetta alveg sjálf. Þetta háir mér ennþá, ég get mjög illa unnið með kennurum sem að vilja stjórna sköpun minni. En það sem ég hló mest að í þessum pælingum var setningin sem ég sagði alltaf við mömmu:

Ég nenni ekki að vita meira en þetta mamma!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home