Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, mars 28, 2006

Kaupmannahöfn

 

Aftur er ég komin heim frá Danaveldi. Ég held ég rati betur um Kastrup en miðborg Reykjavíkur...fékk þó í þetta skiptið að ferðast aðra leiðina með góðum ferðafélaga :) Eins og venjulega var DK dejlige, góður fundur og frábært að hitta Henrik aftur eftir svona stuttan tíma. Þetta var þó mikið maraþon af pælingum og vinnu svo að ég er ennþá hálf dösuð. Ég tók þó þessi frábæru mynd af sjálfri mér með gráa Kaupmannahafnarveðrinu. Ég veit ekki hvað þetta er, en á einum mánuði hef ég eytt samtals rúmri viku í Köpen og það er alltaf rigning, snjókoma og grátt veður þar! Er þetta ég eða Köpen?

Ferðasagan og fleiri myndir koma innan skamms, núna er ég að reyna að koma mér aftur inn í öll verkefnin sem bíða mín... Posted by Picasa

3 Comments:

 • At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  gott að þetta var allt gott og gaman! Og þetta er Köben, ekki þú! Hey hvar er tengillinn á hina svaðalega skemmtilegu sabbaló??

   
 • At 4:25 e.h., Blogger Jónas said…

  Ég hef aldrei lent í rigingu í Köben hahahah! Hey, það er eins og þú sért með kórónu á myndinni. Sætt.

   
 • At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  kannski er þetta bara þú því þú skrifar alltaf Köpen með p-i. Ég kannast betur við Köben með b-i :Þ
  segi svona, smá bögg bara

   

Skrifa ummæli

<< Home