Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, mars 22, 2006

Kennsluverkefni..

...ok, nú er ég búin að vera í kennó í næstum 3 ár. Á þessum tíma hef ég látið mér detta í hug sirca MILJÓN kennsluverkefni, þemaverkefni og svo framvegis. Alltaf er maður að reyna að kenna eitthvað...án þess að kenna það nokkurntíman í rauninni. Þetta er auðvitað alveg frábært og nauðsynlegt til þess að verða svo góður kennari í framtíðinni...en svo kemur að því að hugmyndaflugið er bara búið! Eins og núna á ég að vera að búa til kennsluefni í svona námsumhverfi, semsagt eitthvað námskeið sem svo yrði kennt í fjarnámi. Þetta er náttla alveg í miðju míns áhugasviðs, en ég bara nenni þessu ekki alveg núna. Það er mjög slæmt því ég er búin að standa mig vel í þessum kúrs hingað til og kennarinn góður, svo ég vil ekki gera mig að fífli með því að skila lélegu verkefni. Fyrir utan að ég er náttla ömurlegur hópvinnufélag(þetta er hópverkefni)því ég er aldrei á skype á réttum tímum og kem ekki með neinar hugmyndir því ég er of upptekin að þýða texta á sænsku eða blogga... hmmm...
Það er samt ekki hægt að draga þetta mikið lengra, áætlun skal skila á föstudaginn og hana nú!

Að skemmtilegri málefnum. Ég var spurð í vikunni hvort að ég væri nokkuð með fiskablóð í mér. Þá sat ég semsagt nirrí norræna félagi eins og svo oft þessa dagana og var næst dyrunum. Það var opið út og ég á stuttermabol, afgangurinn af liðinu í peysu eða úlpu því það var víst mjög kalt þarna inni! En ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að þetta sé raunin, mér líður næstum hvergi betur en í vatni, ég er miklu meiri fyrir kulda en hita og húðin mín er sko næstum komin með hreystur af allir sundiðkun minni. Hver man svo ekki eftir fyrirlestrinum mínum í MR um hrognkelsin þegar aðrir héldu fyrirlestra um sykursýki eða alnæmi... ;)

Norrænn dagur á morgun, þá verður bloggað á skandínavísku!

3 Comments:

 • At 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ég er ekki að sjá neitt blogg á skandinavísku *skamm skamm*
  Það ER alltaf skítakuldi niðrí Norræna félagi- þú ert bara fiskur hehehehe

   
 • At 1:40 f.h., Blogger Ásdís said…

  vá ég er svo andstæðan, m.a.s. þekkt hér fyrir að vera kuldaskræfa:) ég var kannski hitabeltisfiskur:)

   
 • At 8:28 f.h., Blogger Freyja said…

  Þú ert hitabeltisfiskur Ásdís!

   

Skrifa ummæli

<< Home