Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, mars 24, 2006

NiðurpakkningÉg hef aldrei verið sérlega góð í að pakka niður fyrir ferðalög. Samt er ég með margra ára reynslu og ætti að vera búin að læra af reynslunni. Svo virðist sjaldnast vera. Annað hvort er ég með allt of lítið, allt of mikið, farangurinn týnist eða ég tek með mér vetrarföt og síðan er 25 stiga hiti og raki alla ferðina! Eina góða undantekningin frá þessu er Rússlandsferðin okkar Palla á síðasta ári, þar sem ég var með nákvæmlega einn bakpoka, hann dugði alveg fullkomnlega, notaði síðustu hreinu flíkina daginn sem við ferðuðumst heim. Besta var svo auðvitað að við þurfumt að fara yfir langan veg í snjó og kulda með farangurinn svo að ég fékk mörg öfundsaugun frá stelpunum sem drösluðust með risastórar ferðatöskur með sér.
Verst heppnaðast niðurpakkning mín var svo þegar ég fór á sundmót í Esbjerg 2003. Ég pakkanði niðu sæmilega hlýjum fötum og síðan var 25+ allan tímann! Inn í sundlaugabyggingunni var svo enn heitara, og rakara! Ég endaði með að kaupa mér stuttbuxur og hlýraboli...enda var ég að kafna í gallabuxum og svörtum langermabolum!

En lang best finnst mér samt að plana niðurpakkningar, annars gengur þetta bara ekki. Ákveða í hverju á að vera við hvert tækifæri, þó svo að það sé ekkert nauðsynlegt að fara eftir planinu. Þetta hentar náttla lang best í fundarferðir því þá veit maður nákvæmt plan. Svo virðist maður oftast gleyma þeim fídus að þegar maður gistir hjá vinum og vandamönnum að maður getur vel þvegið 1 eða 2 boli og hengt upp yfir nóttina..

Að lokum skelli ég hérna frábærri mynd sem ég fann með hjálp besta vinar Rástu (a.k.a. gúgúl) Þetta ætla ég að nota sem sönnunargagn að ákveðinn aðili geti vel pakkað mér ofaní töskuna sína og tekið mig með á hinn enda heimsins í haust!

6 Comments:

 • At 9:49 f.h., Blogger Alma said…

  Myndin sést ekki hjá mér. Mér finnst alltaf best að vera með allt of mikinn farangur. Það er hræðileg tilfinning síðustu daga ferðar þegar maður neyðist til að fara í einhverja flík þótt maður sé kannski ekki í skapi fyrir einmitt þessa bláu peysu, eða bleikrósótta pilsið. Alltaf að taka með lágmark 10 kg í yfirvigt.

   
 • At 9:49 f.h., Blogger Alma said…

  Myndin sést ekki hjá mér. Mér finnst alltaf best að vera með allt of mikinn farangur. Það er hræðileg tilfinning síðustu daga ferðar þegar maður neyðist til að fara í einhverja flík þótt maður sé kannski ekki í skapi fyrir einmitt þessa bláu peysu, eða bleikrósótta pilsið. Alltaf að taka með lágmark 10 kg í yfirvigt.

   
 • At 11:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Frábær mynd! Google klikkar ekki!!!Have fun í Köben:)

   
 • At 3:13 e.h., Blogger Ásdís said…

  hehe, ég sé myndina ekki heldur. Best að pakka á síðustu 5mín og vona að það rétta hafi komið með:) ég ætla a.m.k. að gera það á morgun. Skemmtu þér vel í Danmörku:)

   
 • At 2:14 e.h., Blogger Jónas said…

  Ég sé enga mynd heldur...! Er ég heimskur?

  Þú minnist ekkert á Finnlands/Svíþjóðar/Álandseyja ferðina okkar hér forðum. Það var nú ekkert ferðatöskukraftaverk ef ég man rétt ;)

   
 • At 3:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til þess að sjá myndina er best að hægri klikka á myndina og fara í properties eða hvernig sem það er skrifað. Þar birtist slóðin af myndinni. Hana á að copy og síðan paste í nýjum glugga. Og voila þá birtist myndin:D

   

Skrifa ummæli

<< Home