Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, apríl 26, 2006

...alveg að verða búin

Kl er 01:02
Það er aðfaranótt miðvikudags
Ég er búin að læra stanslaust síðust 4 sólarhringana með örlitlum hléum fyrir socialiseringu og svefn.
Stefnt er að öðrum 6 sólarhringum til viðbótar.
Í dag skilaði ég flottu verkefni á geisladisk. Mikill metnaður í útlitið á innihaldinu. Síðan þegar kom að því að gera geisladiskahulstrið tilbúið missti ég móðinn og gerði það sjúklega ljótt. En hvað það verður gaman hjá kennaranum að opna svo diskinn í tölvunni og uppgötva að ég hef smá smekk efitr allt saman ! ;)
Á fimmtudaginn ætla ég að snæða hátíðarmat í hádeginu
Á laugardaginn ætla ég að vinna hópverkefni
Á þriðjudaginn í næstu viku ætla ég að drekka kokteil með kennurnum mínum.
Í næstu viku stefni ég að því að verða fullorðin.
Til að undirbúa það plan keypti ég mér kaffibrúsa í dag. Núna tek ég með mér kaffi í nesti í stað þess að kaupa kaffisull dýrum dómum.

Hver ætlar annars að halda júróvisionpartý??

Þessi pistill var í boði Lokaritgerðarinna: Netnám á grunnskólastigi - nútíð og framtíð.

6 Comments:

 • At 10:40 f.h., Blogger Jónas said…

  ekki langar mig að verða fullorðinn.

   
 • At 4:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Flott nafn á lokaritgerðinni!

   
 • At 5:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Mikið líst mér vel á kaffibrúsann.... vantar bara einn poka af gulrótum og rúgbrauðssneið og þá ertu alveg eins og danirnir ;)
  Gangi þér vel með lærdóminn ógurlega!!
  Kv frá Köben

   
 • At 5:26 e.h., Blogger Freyja said…

  Elín: jábbs, rúgbrauðið er næst á dagskrá inn í nestispakkann og þá fer ég að verða tilbúin í þetta ! ;)

   
 • At 7:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Talandi um júrovísjon partý- þá þarf að fara að plana það og það fljótt! Svo er náttúrulega aðalstuðið á Nasa þar sem sjálfur Páll Óskar spilar. Það er BARA snilld

   
 • At 12:37 f.h., Blogger Jónas said…

  hmm... farðu varlega í rúgbrauðið. Maður prumpar svo svakalega af þessu íslenska, ekki skemmtilegt þegar maður situr á bókasafni í félagi með öðru námsfólki í hljóði.

  Finndu þér frekar bara e-d gróft brauð.

   

Skrifa ummæli

<< Home