Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

sunnudagur, apríl 09, 2006

Blogg fyrir sjálfa mig

...þar sem ég virðist vera sú eina sem les þetta (miðað við notkun kommentakerfisins!!)

Síðan á föstdag er ég búin að :

- Skrifa sirca 10 bls í B.ed
- Borða ógurlegt magn af bara óhollum mat og kökum og drekka mikið gos
- Synda stresssund
- Talað við helling af fólki um B.ed
- Keypt páskaegg
- Stressað sjálfa mig upp útaf fáránlegum hlutum
- Ákveðið að reyna að hætta að keppast alltaf við að gera allt mest og...
- Gleymt heilan kalkún...hann stendur ennþá í mér
- Eytt gæðastundum með uppáhalds ormunum mínum
- Vaknað alltaf á undan vekjaraklukkunni...útaf stressi
- Dreymt ferðadrauminn, AFTUR! kominn tími á að fara að pakka
- Áttað mig á því en meira en áður hvað ég á í raun frábært líf! :)

Til að toppa þessa upptalningu ætla ég að setja væmna mynd með þessum post! Þetta blogg er hvort sem er bara lesið af mér ! ;)


Officially verstu myndatökumenn í heimi!

Bara 6 dagar í næsta knús!! :)

12 Comments:

 • At 10:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  komment

   
 • At 10:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Við erum í svipuðum pakka! En nei þetta blogg er ekki bara lesið af þér því eitthvað verður maður nú að dunda sér við milli þess sem maður gælir við the Bachelor:)

   
 • At 10:56 e.h., Blogger Alma said…

  Ég les líka. Mér finnst þetta listræn myndataka, mjög skemmtileg.

   
 • At 11:25 e.h., Blogger Erna Björk said…

  Hæ.. ég skal commenta hjá þér;)

   
 • At 11:43 e.h., Blogger Freyja said…

  People!! þið verðið líka að segja eitthvað í þessum kommentum ;)

   
 • At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Gleyptirðu kalkúninn eða gleymt..er ekki alveg að fatta! 10 bls er vel af sér vikið, og nei maður þarf ekki alltaf að gera allt mest og best...mundu að LESS is MORE!!

   
 • At 10:32 f.h., Blogger Freyja said…

  haha, loksins tók einhver eftir stafsetningarvillunni ;)

   
 • At 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ohhh men ég sem ætlaði að vera fyrst til að kommenta um þennan kalkún sem þú gleymdir :)

   
 • At 3:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ohhh ég kannast við svona stresssund og vakna á undan vekjaraklukkunni... en það er einmitt mjög gott að átta sig síðan á því hvað við höfum það ósköpin öll dejligt!

   
 • At 10:01 e.h., Blogger Jónas said…

  Er það þess vegna sem það vantar munninn á þér á myndinni, vegna þess að það er heill kalkúnn í honum?

  Góður leikur að sleppa bara munninum af myndinni í stað þess að vera e-d að lúkka illa.

   
 • At 12:23 f.h., Blogger Valla said…

  Ég hlakka svo til að hitta hann og láta Geir grilla í honum á norsku! Hvernig er ferðadraumurinn?

   
 • At 8:50 f.h., Blogger Freyja said…

  hehhehehe, það verður stemmari :)
  Ferðadraumurinn: ég er á leið í ferðalagið sem er framundan en gleymi að pakka niður! og fer úr landi án þess að vera með farangur. Ástæða þess að ég gleymi að pakka niður/er ekki með farangurinn breytist á milli drauma, stundum gleymi ég því bara, aðra stundina týnist farangurinn(það er alvöru martröð!) og svo enn aðra stundina hverfur farangurinn úr höndum mér. Mjög fríkí draumur!

   

Skrifa ummæli

<< Home