Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, apríl 28, 2006

Bloggað með sólgleraugum


Ég semsagt fór á línuskauta í gær. Þetta er sönnun þess !

Það er ekkert annað, það er svo mikil sól í dag að ég er farin að blogga með sólgleraugun á mér! Nei það er reyndar bara útaf stemmingunni. Ég fór í sund í dag og varð rjóð í framan. Ég lærði nánast ekkert í dag en hjálpaði mörgum öðrum við sín verkefni. Ég nenni ekki, langar ekki og vil ekki læra. Því hef ég ákveðið að skella mér til Evu að horfa á sjónvarp frameftir kvöldi! Já, allt of langt síðan ég hef gert það! Svo langt síðan ég hef notið lífsins. Alveg heil vika. Heil vika. Viku of langt.

3 Comments:

 • At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ánægð með þig! Frábært að skella sér í sund og á línuskauta í svona bongóblíðu :)

   
 • At 7:17 e.h., Blogger Ásdís said…

  hehe ég er líka í letistuði:)

   
 • At 7:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Þú ert alltof góð. DAgurinn í dag er líka búinn að fara í það að hjálpa öðrum. en þarna komst upp um þig..þú tekur greiðslu fyrir!!!haha...skál í káinu.

   

Skrifa ummæli

<< Home