Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

laugardagur, apríl 08, 2006

Eldhús eftir máli í öðru veldi

Nú er ég búin að sjá snildarleikritið Eldhús eftir máli tvisvar sinnum! Ég var svo heppin að það var búið að skipta út tveim leikkonum svo að ég fékk að sjá svolítið öðruvísi útgáfu í seinna skiptið. Þetta leikrit er alveg frábært! Nú er komið að því að kaupa sér smásögurnar hennar Svövu Jakobs og sjá hvort þær eru eitthvað líkar leikritinu. En það er bara svo mörg hárbeitt atriði í þessu leikriti sem passa við sama á hvaða tíma þau eru sett fram.

Bróðir hennar Svövu, Jakob Jökuls er einmitt höfundur leikritsins Pókók sem að bróðir minn er að leika í þessa dagana. Ég stefni einmitt að fara á sýninguna 7. maí og ef þið viljið koma með endinlega verið í bandi! Það sem ég er búin að heyra af leikæfingunum heima hjá mér er þetta frábært leikrit :)

Þessi pistill var í boði leikhúsrottunnar sem býr inní mér þó ég fari allt allt allt of sjaldan í leikhús!

2 Comments:

  • At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sögurnar hennar Svövu eru gullmolar. Fékk þær að gjöf þegar ég var 14 og er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þeim. Maður segir víst tímalausar en samt hljómar það eitthvað svo vitlaust - tímafullar eða altímasögur væri kannski betra?

     
  • At 10:54 e.h., Blogger Alma said…

    Oh, mig langar svo að fara á Pókók, en ég kemst ekki þennan dag..er úti :( :( :(

     

Skrifa ummæli

<< Home