Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar!

Sumar og vetur frusu víst saman á Íslandi. Það gleður mig, þá verður sumarið vonandi gott!

Yfir morgunmatnum komst ég að því að danir geta skipt um eftirnafn bara sisvona! Ef að yfir 2000 aðrir heita eftirnafninu sem þig langar í þá bara skelliru þér á það! Það er meira að segja ókeipis núna frá 1. apríl. Þér er einnig heimildt að breyta millinafni í eftirnaf. Spurning hvað ég myndi velja ef ég væri dani.... Freyja Fjóla ! hahaha :) Og þetta nota Danir alveg óspart, það eru um 3000 manns búnir að breyta nafninu sínu á síðustu 20 dögunum! Og flestir eru víst að flýgja frá eftirnöfnum sem enda á -sen. Ætli þetta séu Baugsáhrif...danir farnir að hata okkur íslendinga svo mikið að þeir vilja ekki einu sinni láta eftirnöfnin sín minna á íslensk eftirnöfn!
Annars keypti Danski bankinn víst hlut í KB banka og er nú þegar búin að tapa stórfé á því ;)
Ég er ekki ennþá að ná því afhverju fólk hendir ekki í mig tómötum hér þegar það uppgötvar þjóðerni mitt... ;)

Þessi pistill var í boði e-potfolioins sem ég er að vinna að núan og 1995 Hit Mix sem ég er að hlusta á :)

4 Comments:

 • At 12:17 e.h., Blogger Jónas said…

  má maður ekki búa til sitt eigið ættarnafn? Mig langar að heita Jónas Blómaland, en ég má það ekki á Íslandi. Er það hægt í Danmörku? ertu til í að tékka á þessu fyrir mig.

  Heitir þú Freyja Fjóla Finnsdóttir? FFF? Ef svo, hví hef ég aldrei heyrt af því fyrr?

   
 • At 1:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hmmm... þetta HitMix veldur aragrúa innsláttarvillna! Ég held að Danir hafi ekki tekið upp -sen endinguna eftir okkur á Íslandi, einhvers staðar gleymdu þeir bara hvað -sen þýddi og fóru að nota allir sama eftirnafnið í sömu fjölskyldunni svona til aukins hagræðis og sparnaðar... giska ég á...

   
 • At 2:16 e.h., Blogger Freyja said…

  hehehehe. Það er hámark af stafsetningar og innsláttarvillum í þessum póst, það er ég búin að sjá :)

  Nei, ég veit svosem ekkert hvaðan Danir fengu þetta -sen æði, mér fannst mín skýring bara skemmtilegri ;)

  Jónas: nei ég heiti nú bara Freyja Finnsdóttir eins og þú veist vel :)

   
 • At 8:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hugmyndin hans Jónasar er samt góð flott nafn FFF!!! Annars finnst mér svolítið langt síðan þú hefur bloggað, mðaur er eiginlega farinn að stóla á að þú bloggir á hverjum degi ;)
  kv Guðný

   

Skrifa ummæli

<< Home