Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

sunnudagur, apríl 30, 2006

Gott með þig!

Hver vissi að þetta væri komið úr dönsku? rétt upp hönd! (eins gott að kunna þennan frasa fyrir haustið mar..) Ég hafði ekki hugmynd - ég hélt ég væri farin að nota kúl unglingamál..en neinei, danska er greinlega bara orðin inn núna!

Síðustu metrarnir hérna í Bachelore of Education ...alveg alveg alveg að verða búin! Er enn með nokkur vafamál á borðinu hjá mér sem farið verður yfir í kvöld/nótt/morgun. Vonast til að skella þessu í gormun á morgun. Sjáum til sjáum til. Að minnsta kosti á þriðjudaginn kl 16:00 verð ég komin með rauðvín í hönd og verð hamingjusöm!

Núna er bara að leggjalokahöndina á þetta. Komin frábær lærifélagi hér í stærfræðistofuna, Golli the dog! Ponsulítill og sætur :)

3 Comments:

 • At 12:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ha? hvað er "gott með þig"?

   
 • At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  þú ert greinilega komin á það stig að það er bara gjörsamlega allt fyndið og skemmtilegt :)
  Alveg orðin rugluð í hausnum heheheeh
  Gangi þér vel á lokametrunum!!!!!!!!!

   
 • At 1:28 e.h., Blogger Jónas said…

  Þetta hef ég aldrei heyrt og ég er kúl og svalur. Þannig að þetta er þá bara e-ð sem þið lúðarnir uppí kennó eruð að búa til í ykkar veruleikafirrta heimi.

   

Skrifa ummæli

<< Home