Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

mánudagur, apríl 03, 2006

Kennarastéttin = kellingar á aldrinum 40-49 ára!

Hagstofan var að gefa út einhverjar fancý tölur um kennarastéttina fyrir stuttu. Þar kemur meðal annars fram að karlmönnum fækkar í stéttinni og að fólk(konur) á aldrinum 40-49 ára er stærsti hópur kennara. Fólk undir 29 ára eru aðeins 10% kennara! Hvað ætli séu margir kennarar 23 og 24 ára? ...jújú 35 !! á öllu landinu voru 35 kennara, deildastjórar, aðstoðaskólastjórar eða skólastjórar 24 ára eða undir....talandi um að vera að fara að tilheyra minnihlutahóp...

Annars sit ég og bíð eftir tölvupóstum. Þar sem ég er einstaklega mikið fyrir að gera hlutina sjálf þá fer það náttúrulega óstjórnlega í taugarnar á mér þegar ég þarf að bíða eftir öðrum til að geta haldið áfram með mín verkefni. Ég get samt alveg gert helling annað, ég er bara þrjóskupúki á mánudagsmorgni.

Stefnan tekin á ógurlega læriviku áður en ferðalögin taka við í næstu viku. Ég verð að viðurkenna að ég er fáránlega spennt. Samt er ég búin að fara til Danmerkur tvisvar sinnum á þessu ári.

Ef ykkur leiðist annars á mánudegi (sem gerist að öllum líkindum!) þá er um að gera að blogga! Þá fæ ég eitthvað að lesa í athyglishléunum ;)

2 Comments:

  • At 7:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    er rannsóknin þín gerð með tölvupósti? ég mundi hringja í fólk til að fá það til að svara örugglega póstinum (annars týnist hann bara í hinum póstunum og jafnvel er fólk sem aldrei skoðar tölvupóstinn sinn!)

     
  • At 8:44 e.h., Blogger Freyja said…

    belive you me Bjarnheiður, þetta fólk verður ekki látið í friði fyrr en ég fæ svör!! ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home