
Um leið og ég er spennt að klára öll þessi verkefni sem valda mér magabólgum og geðvonskustressköstum er það á vissan hátt mjög sorglegt að tími minn í Kennó sé að verða búinn! Þessi önn er nú búin að vera voðalega léleg sökum þess að ég hef eiginlega ekkert verið í skólaum, heldur meira svona í sjálfsnámi eitthvað. Mæli ekki með því! En það er samt alltaf svo æðislegt að fara niður í skóla og hitta alltaf fólk sem að maður þekkir! Svona í tilefni af því set ég hér mynd af partýdýrum 1.D sem mættu á árshátíðina í ár. Úff...1.D- það jafnast sko ekkert á við það ár!
Þetta var væmni dagsins í boði Freyju B.ed skrifara
1 Comments:
At 5:05 e.h.,
Nafnlaus said…
Búhúúú :( ...hlakka samt til að losna við ritgerðina!!
Skrifa ummæli
<< Home