Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Ljúfalífið á enda og alvaran tekur við

Road-trip um Danmörku og smá Þýskaland að baki. Frábær ferð. Nokkrir hápunktar:

- að komast útúr Kaupmannahöfn=flókið
- unglingurinn í aftursætinu
- allir sætu ökumennirnir á motorvejen
- bílalyftan
- dejlige stundir á þjóðveginum
- Þýskar búðir
- Freyja ofurstjórnsama í aftursætinu
- Alma ofur smörrebrödsdama
- Eva kortalesarinn
- Sólgleraugun
-Randers Regnskov
- Ferðin í heildina
Ég er léleg í að segja ferðasögur á bloggum, fólk bara verður að fá þetta allt í æð!
Á laugardaginn brunuðum við svo úr regnskoven bein til Århus þar sem við fundum lestarstöðina á mettíma og ég keypti mér miða 4 mín fyrir brottför. Hefði nú ekki þurft að drífa mig svona mikið í lestina, hún var sein, ég þufti að skipta yfir í rútu hluta af leiðinni og í endann var ég alls ekki viss um að hún myndi svo stoppa á Fjóni. En lukkan var með mér og ég komst í sveitasæluna á Fjóni þar sem ég eyddi svo páskadegi. Á sama tíma voru jú Eva, Alma og Rásta að stíga sín fyrstu skref á frægðarbrautinni hér í DK þegar þær komust í sjónvarpið með íslenska fánann að veifa drollunni í Århus!

Lífið á Fjóni var jú bara draumur, afslappelsi, góður matur og góðar gönguferðir! Gaman að sjá æskuslóðirnar hans Henriks og hitta fjölskylduna :) Ég endaði með 2 íslenskunemendur til viðbótar og skemmti ég mér konunglega yfir framburði dananna sem ekki geta sagt íslenskt R. Reyndar var það nú svolítið vandræðalegt þegar pabbi hans Henriks sló mig út í þekkingu á íslandssögunni... en svona er þetta ;)

En nú hefur alvaran tekið við aftur, mér var hent á fætur kl 5 að íslenskum tíma og nú sit ég hér sveitt og bíð eftir leiðréttu eintaki af lokaritgerðinni frá kennaranum mínum. Betri helmingurinn er hjólaður af stað í skólann svo að ég hef herbergið hans útaf fyrir mig í dag. Á föstudaginn ætla ég svo í lagkage til Rástu í Århusum áður en ég held aftur á Kastrup til þess að fljúga á klakann. Þetta er víst síðasta heimsóknin til DK í bili, nú er komið að Henrik að ferðast - enda ætlar hann að stoppa í heilan mánuð í sumar :)

Jæja....verkefnin skrifast víst ekki af sjálfum sér, eins gott að byrja áður en kl nær að verða 7 á Íslandi!

6 Comments:

 • At 7:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hlakka sömuleiðis til að sjá þig Freyja:)Have fun in Álaborg!

   
 • At 12:14 f.h., Blogger Jónas said…

  Bíddu, vaknar maðurinn klukkan FIMM að morgni til að HJÓLA í skólann? Freyja, Freyja, Freyja, í hvað ertu búin að koma þér?

   
 • At 12:55 f.h., Blogger Valla said…

  Þið eruð ekki lítið glæsilegar með þessi gleraugu. Tala af reynslu þegar ég segi að árrisulli menn eru betri því þá er hægt að láta þá bara vekja mann.

   
 • At 5:43 f.h., Blogger Freyja said…

  5 að íslenskum tíma elsku Jónas. Ef maður reiknar er það 7 að dönskum og hann er nú ekki komin á hjólið fyrr en að ganga 8...svo þetta er nú ekki ÞAÐ alvarlegt, þó svo að ég sé alveg sammála þér Jónas, hvað er ég búin að koma mér í! ;)

   
 • At 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég kemst ekki yfir það hvað þú ert pen með ísinn á myndinni af þér (þar sem þú ert lítil...) Get ekki beðið eftir að Sara sé orðin nógu stór til að mega fá ís :-)
  Góða skemmtun í útlandinu og ekki gleyma að taka kort fyrir mig :-)
  Btw.. hvenær ætlar þú að koma og hjálpa mér að föndra boðskort?? :-D

   
 • At 3:51 e.h., Blogger Jónas said…

  Samkvæmt birtu þessa vikuna eru stór sólgleraugu akkúrat málið núna, þið hafið vænanlega vitað þetta.

   

Skrifa ummæli

<< Home