Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

laugardagur, apríl 01, 2006

Rannsókn eða ekki rannsókn ?

11 dagar í skil á lokaritgerð í síðasta skipti til leiðbeinandans míns. Sama dag flýg ég til DK svo ekki er nokkur séns á að fresta.
Síðastliðnar vikur hef ég tönglast á því hvað ég sé hneikslu á fólki að vera að gera rannsókn í sambandi við lokaverkefnið sitt. Það taki nú allt of langan tíma, mikil úrvinnsla, vesen og svo framvegis. Í gær lagði leiðbeinandinn til við mig að ég gerði örlitla rannsókn - og ég rauk til og byrjaði að vinna í að finna allar spurningarnar sem ég vildi svo gjarnan fá svör við. Núna sit ég sveitt að reyna að átta mig á hvernig ég geti orðað spurningarnar svo að fólk skilji mig rétt, hvernig ég eigi að fara að því að fá svörin nógu fljótt og hvernig maður skrifi svona aðferðakafla...
Ég hefði átt að hneikslast aðeins meira á fólki fyrir að gera rannsókn, amk var enginn að fara að framkvæma eina slíka 11 dögum fyrir skiladag...! Ég held þetta hafi verið einföld öfund allan tímann, mér finnst nefninlega svo leiðinlegt að skrifa fræðilegar heimildaritgerðir

2 Comments:

 • At 2:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Rannsóknir rokka!...
  Sýnir frumkvæði og sjálfstæði nemandans :) jú gó görl

   
 • At 12:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Bara fletta upp í gömlum B.ed ritgerðum að aðferðakafla og sjá hvað einhver annar gerði... alger óþarfi að finna upp hjólið upp á nýtt :-)

   

Skrifa ummæli

<< Home