Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Síðasta bloggið úr bælinu mínu í Álaborg

Nei ok, ég ætti kannski ekkert að vera að kalla vinnuaðstöðuna mína hér bæli! Mér finnst það amk ekki líta sem verst út með sól og rósunum sem ég skellti á borðið í tilefni fyrsta sumardagsins. En það er augljóst að ég er búin að setja minn svip á herbergið með því að henda draslinu mínu út um allt!

Eruð þið búið að sjá Google calandar? Mjög kúl tæki og hægt að gera ótrúlega hluti með það. Mæli með að þið lesið greinina hans Sigurðs Fjalars um þetta hér. Ég er búin að fá mér svona, og bráðum verð ég búin að útfæra þetta líka fyrir allt yndislega norræna samstarfið mitt :)
Að lokum áður en ég hef niðurpakningu og matartilbúning (sem verður forvitnilegur með því litla hráefni sem ég fann í dönsku súpermörkuðunum!!) : hafið þið reynt að segja Rødgrød med fløde með alvöru dönsku r-i? Eftir að ég var búin að hlægja óþarflega mikið að tilraunum Henriks til að segja íslenskt R þá fattaði hann uppá að reyna að kenna mér danskt R. Það varð eiginlega bara miiiiiklu erfiðara og fáránlegra en hans tilraunir til að segja íslenskt R. Ég lít alltaf út eins og ég sé að kæfa sjálfa mig með tungunni minni þegar ég reyni þetta!! Spurning um að skella einni kartöflu í hálsinn og reyna svo... ? ;)

Ef fólk vill annars ná sambandi við mig næstu tvær vikurnar verð ég uppí Kennó. Eftir það verð ég vonandi einhverstaðar að vinna. Og svo frá og með sirca 10. maí finnið þið mig í tilvonandi bælinu mínu í Árbænum! :)

Kærlige hilse
Lykkelige Freyja Posted by Picasa

4 Comments:

 • At 10:28 f.h., Blogger Jónas said…

  Ég er búinn að vera að æfa mig að segja þetta danska err hér á meðan ég les færsluna og er ég þess fullviss að ég hljómir sem innfæddur, ég mun a.m.k. halda því fram þangað til einhver heyrir í mér.

  Á Henrik bara desktop, ekki laptop? OMG! Hvað hann er eftirá!!!

   
 • At 12:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  VErður að bjóða okkur Dísu í kaffi í bælinu í Ábbanum! Með desktopið og það..JÁ DANIR eru virkilega eftir á. Þegar ég bjó þarna 2004 og var í sveitinni..samt í stórum kennaraháskóla..var ENGINN með lappa í skólanum og EKKI þráðlaust internet í skólanum! Og tók 2 vikur að fá netið til að virka á heimilinu á kollegiinu..þegar við fengum dani í heimsókn , sem gerðist ekki oft, ráku þeir upp STÓR augu, tvær ísl stelpur í sitt hvoru herberginu með sitt hvora DELL-una á borðinu og í sambandi við umheiminn..skype, msn og alles! Og þetta er orðið langt komment og klukkan er orðin after midnight! Sjáumst í Kennó góða mín!

   
 • At 5:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hehe en fyndid, Danirnir herna voru einmitt ad reyna ad kenna mer ad segja rugbrod med flode i gaer, mer fannst eg alveg na tessu danska erri en teir voru ekki alveg sammala ;)

   
 • At 9:48 f.h., Blogger Freyja said…

  :) Reyndar á hann nú alveg ferðatölvu, hún var í skólanum á þessum tímapunkti.

  Svava: well, ég bý nú ekki í Álaborg, en ef það gerist einhverntíman bíð ég ykkur í kaffi ! :)

  Rakel : held að Henrik sé ennþá að hlægja að mínu r ;)

   

Skrifa ummæli

<< Home