Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Starfsframi A, B, C og D!

Bachelore ritgerðar umræður sleppið þið ekki við næsta mánuðinn, sorry!

Við Jónas, félagi í ritgerðarkrísunni, vorum að ræða áðan um hversu hræðilegar sumar lokaritgerðir eru. Ég lofaði Jónasi að ef ég skilaði svona ömurlegri ritgerð væri komið að því að hætta þessu og snúa sér að Plan B. En hvað er Plan B?


Starfsframi A: Kennari (auðvitað...) Þetta er þó mjög víðfermt hugtak því að hér getur verið um að ræða öll möguleg störf innan menntageirans. Það er svo margt sem að ég gæti hugsað mér í þeim efnunum - allt frá því að vera bekkjarkennari á miðstigi yfir í að vera bara menntamálaráðherra..haha, nei kannski ekki alveg :)


Starfsframi B: Ruslakallafyrirtækið. Á stjórnmálafræðiárinu mínu ákváðum ég, Eva og Gunni Palli að það væri sko frami í ruslakallamálum. Fyrirtækið okkar gekk útá að sjá um að hreinsa upp ruslið hjá öllum á höfuðborgarsvæðinu, Eva keyrði, ég stjórnaði og Gunni Palli hljóp eftir tunnunum :) Ennþá mjög góð hugmynd!

Starfsframi C: Blómabúðin góða. Það er búin að vera draumur hjá mér lengi að fara í garðyrkjuskólann og læra blómaskreitingar og opna svo mína eigin blómabúð. Hver veit nema að ég skelli mér í það einn daginn :)

Starfsframi D: Sundmótarekstur. Öll þessi ár sem ég eyddi í hitanum og rakanum í Sundhöllinni var sko ekki eytt til einksins! Við Kristján eyddum hverri lausri mínútu í að rökræða og plana framtíðarfyrirtækið okkar þar sem við ætluðum að ferðast um Evrópu og skipuleggja, setja upp og framkvæma sundmót :) Þessu plani hefur bara verið frestað aðeins, kannski svona til fertugs.

Fleiri starfsframar hafa vissulega komið við sögu í mínu stóra ímyndunarafli og má þar nefna: verslunarstjóri í Nettó, skipstjóri, ljósmyndari, grafískur hönnuður, upplýsingarfulltrúi, svefnrannsóknartilraunadýr og fleira.

1 Comments:

  • At 10:18 e.h., Blogger Jónas said…

    Það er aldeilis að þú er aktívur bloggari þessa dagana. Lífið heldur alltaf áfram hvort sem maður er ruslakall, menntamálaráðherra eða upplýsingafulltrúi.

     

Skrifa ummæli

<< Home