Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Tungutak

Hver man ekki eftir því þegar Freyja missti röddina fyrir 3 árum síðan? Eftir áralanga baráttu við hálskirtla sem voru eitt stórt graftarkíli ákvað einhver læknaséní að taka þá úr. Í aðgerðinni var ég svæfð og til þess að læknirinn gæti athafnað sig klemmdi hann tunguna á mér með einhverskonar járnskeifu svo að hún myndist haldast útúr mér. Þetta tókst ekki betur hjá greyinu en svo að hann klemmdi einhverja taug í vinstri hluta tungunnar og ég gat ekki rifist við fólk í 3 mánuði því mér fipaðist alltaf þegar ég var orðin æst. Þar sem ég er svo mikill talsérfræingur tókst mér þó að tala tiltölulega eðlilega á meðan lömuninni stóð (svona þegar ég var ekki að æsa mig). Síðan fékk ég nú aftur máttinn í tunguna...en málið er að förin eftir töngina eru ennþá í tungunni minni! Það sést ekki alltaf, en núna þegar ég var að bursta tennurnar sást það vel. Það er ógeðslegt...svona eins og ég sé búin að móta för ofaní hliðarnar á tungunni minni.

Vil svo bara minna fólk á að taka backup af tölvunum sínum reglulega. Það er mjög sniðugt!

8 Comments:

 • At 9:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  NEI! Eyddist allt??? :S

  hmmm... myndist haldast... jájá...

   
 • At 6:52 e.h., Blogger Ásdís said…

  ohh já ég þarf að fara að kaupa mér e-ð svoleiðisdrasl. Hvað er eðlilegt að svona utan á liggjandi harður diskur kosti?

   
 • At 2:52 e.h., Blogger Jónas said…

  Hvenner í köben?

   
 • At 6:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  160-200 gb kosta um 10 þús + (allavega fyrir ári síðan :Þ )
  Virkilega góð fjárfesting! :D

   
 • At 9:58 e.h., Blogger rakelbjork said…

  Hey eg hafdi ekki hugmynd um tessa sidu!!! Verd hards disks her i usa hmm... tu faerd oruggleg tvo fyrir einn eda eitthvad alika, tad eru svoleidis tilbod a ollu!
  Hafdu tad gott i utlandinu Freyja min!

   
 • At 7:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hvenær er svo von á ungfrúnni til landsins? veit það einhver??

   
 • At 10:53 e.h., Blogger Jónas said…

  Farðu nú að koma þér á línuna og segja frá tengdó... ég þarf að fá að heyra sögurnar... FREYJA seimmér!

   
 • At 1:28 e.h., Blogger Freyja said…

  nei ekkert eyddist, ég bara var skynsöm í eitt af fyrstu skiptum ævi minnar og tók backup...!! held að fornuftigheten sé að ná tökum á mér...
  Jónas: Köpen var fín, bjór og spjall við ferðalanga og svo keyrt í hringi og göt í eyrun!!

   

Skrifa ummæli

<< Home