Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, maí 31, 2006

Engar myndir

Blogger vill ekki leyfa mér að setja meiri myndir! Hvorki sæta mynd af litlu lús né mynd af frábæru blómunum sem að karlmaður gaf mér í gær. Nei, ekki ástmaðurinn, heldur ungur sundkappi sem ég er búin að vera að þjálfa í nokkra mánuði. Alltaf jafn æðislegt að fá blóm :)

En í morgun gerðist svolítið hrillilegt! Í mestu makindum var ég að lesa fréttablaðið og borða AB mjólkina mína þegar mér varð litið á sjónvarpsdagskrá kvöldsins. Allt í einu fór hugurinn á reik og eftirfarandi hugsanir flugu í gegnum huga minn:

"hmm, gaman að hafa fleiri en eina sjónvarpsstöð!...maður getur legið fyrir framan sjónvarpið heilt kvöld!!... hmm...kannski ég ætti að sleppa sundi með Nordjobburunum í kvöld og bara skella mér á þessa frábæru dagskrá hjá Skjá einum!"

obbobbobb!! Hvað er að gerast! Freyja að sleppa sundi fyrir sjónvarp? Nei, nú varð ég hrædd! Ég skundaði inn í herbergi, játaði syndir mínar fyrir Katrínu, sem auðvitað varð stórhneyksluð og hjálpaði mér að komast aftur í mitt eigið líf...sjónvarpslitla lífið! Málið er að sjónvarp hefur aldrei gengið fyrir í mínu lífi, ekki nema þá til að horfa á Eurovision og Áramótaskaupið. Báðum þáttum hef ég þó sleppt úr án þess að kippa mér mikið upp við það. Og ég vil halda við slíkum hugsunarhætti!

Síðar í dag eftir erfiðan þræladag hjá Katrínu og Ölmu fór ég svo í yndælt pönnukökuboð hjá Marimekkokonu nr. 1. Þar barst umræðan að því hversu óendanlega hugguleg stofan á þeim bæ er. Ástæðan sem allir gestir voru sammála um : ekkert sjónvarp!

Svo nú sit ég með tölvunni minni og rauðvínsglasi, Páll hrítur inn í rúmi og ég er að hugsa um að fara sjálf að sofa. Verður gaman að hafa einhvern til að tala við yfir morgunmatnum.

nähdään!

þriðjudagur, maí 30, 2006

The multi-task Freyja

Til að byrja með vil ég óska henni Valgerði til hamingju með afmælið! Það var einmitt sú ágætja vinstúlka mín sem gaf mér multi-tasking verkfærið sem er á myndinni hér að ofan. Þetta er ekkert smá verkfæri ! Og í tilefni dagsins þá ákvað ég að vígja verkfærið og ætlaði að merkja bjölluna okkur Palla. Það gekk illa. Það er eitthvað trikk við að ná helv.. miðanum út. Það endar með því að ég brýt odd af stíl-oflæti mínu og set límmiða ofan á þetta allt saman! Ojj hvað það verður ljótt. Kann einhver á svona bjöllur? Amk, næst þegar þið komið í heimsókn þá megið þið endinlega tékka hvort að þið kunnið að taka blaðið út svo að ég geti merkt blessaða bjölluna!

Ég leita líka að drupal nördum, svo ef þið þekkið einn slíkan megið þið endinlega láta viðkomandi hafa samband, ég borga vel...með kleinum!

Þynnkunni er lokið, búin að klóra flest allt á heimilinu eftir hrikalega útreið á heimilinu og heimilisfólkinu á sunnudag. Nú eru hinsvegar flestir orðnir hressir, flugmiði kominn í skúffuna og plan um ódýran túristadag í Stokkhólmi eftir tæpar 2 vikur.

Heimiliskötturinn kemur heim á morgun, svo að það er kannski ástæða til að ryksuga stofuna. Eða bara ekki, kannski hann geti séð um það sjálfur ? ;)

Munið að njóta lífsins, og taka frá 24. júní!!

sunnudagur, maí 28, 2006

Þynnka dauðans

Hér með staðfestist að ég hef aldrei verið svona þunn um ævina!

föstudagur, maí 26, 2006

Það er enn von!

Tengiliður minn í DK sendi mér skilaboð í dag með þessum tengli hér . Þetta bjargaði hreinlega deginum! Ég á enn von um að verða aftur eins og ég var sumarið góða 2001...
Það væri nú alveg við hæfi, þar sem ég er nú einu sinni á leið aftur til Álandseyja eftir tvær vikur! Það er mikil nostralgíu eyja enda var sumarið 2001 ekkert smá sumar. Rétt er svo að geta þess að ég hitti einmitt fyrrnefndan tengilið í fyrsta skipti á eyjunni fögru....en ég man ekkert eftir því reyndar :) Á bara skemmtilega mynd af honum og hann af mér ;)

Ég eldaði kvöldmat, hann var vondur, svo að nú ætla ég að skunda af stað og sækja Mega Viku pizzuna mína. Ætlaði sko ekki panta í þessari megaviku, enda finnst mér 90 kr hækkunin út í hött!

miðvikudagur, maí 24, 2006

How to departure from Kastrup airport

Loksins, eftir fjórar ferðir til DK á fjórum mánuðum er ég búin að læra hvernig maður á að gera þetta! Flestir vita að það er best að tékka snemma inn: þá kemur farangurinn þinn fyrstur á bandinu heima á klakanum og þú færð sæti fremst í vélinn og þar með kemstu snemma út :)

Á mar þá ekki bara að mæta snemma útá völl? Þá kemur að vandamálinu! Það er jú hundleiðinlegt að hanga á flugvellinum í 2 klst eða meira áður en flugvélin loksins fer í loftið! En ég fann lausn á þessu vandamáli !
1. Komdu snemma útá flugvöll og tékkaðu þig inn. Þá ertu búin að losa þig við farangurinn og komin með sæti fremst í vélinni.
2. Skelltu þér aftur í lestina og farðu 2 stopp til baka til borgarinnar. Hoppaðu út í orested og skelltu þér í Fields. Þar geturu : verslað smá auka, fengið þér að borða eða bara hangið á kaffihúsi. Amk er allt ódýrara þar en á flugvellinum og það er skemmtilegra en flugvöllurinn!
3. Áður en þú veist af er kominn tími til að taka lestina aftur úta´flugvöll, þú getur strunsað beint upp stigann í terminal 3 og í securitið. Þá er eflaust komið boarding í flugvélina þína og þú ferð beint út í flugvél og í loftið!

Þessi pistill var í boði einkunnametnaðaræðinu í mér sem er aldrei sátt

sunnudagur, maí 21, 2006

Eurovision i Hartwall hollinni i Helsinki 2007, eg tangad! :D

Juju, aedislegu skrimslin fra Finnlandi unnu! Hverjum hefdi grunad ad Finnar myndu ever vinna eurovision? Eg var amk mjog satt tar sem ad Island var nu ekki med og eg var stadradin i ad halda med Finnunum. Eg var nu ekki serlega hrifin af DK laginu, og to eg se stodd i tvi landi (og fekk tvi lysinguna a allri keppninni fra sexy manni (acording to Bazar bladinu) ta helt eg med Finnlandi. Eg rett nadi hingad a Graenlandstorvuna adur en keppnin byrjadi, og var svo heppin ad eiga yndislegan mann sem var buinn ad elda og alles tegar eg maetti i eurovisionid :) Eitt gott sem teir breytti...tetta med at tilkynna bara 8,10 og 12 stigin. Tad gerir tetta allt miklu skemmtilegra og adeins fljotlegra.
Tegar Island gaf DK 10 stig ta sagdi herra sexy: ja, teir eru nu bunir ad kaupa upp alla Kaupmannahofn, svo ad tad er ekki annad en sanngjarnt ad vid faum nokkur stig!
Eg verd ad segja ad lysingin var mjog svona islensk: snerist adalega um ad vera skuffud yfir ad fa engin stig ;)
En hva, Silvia var i 13.saeti! Eg helt hun hefdi verid nedst.. ;)

Annars tokst Kastrup ad orsaka 1,5 klst seinkun a mer til Malmo a fundinn. Eyddi svo laugardagsmorgninum i ad bida eftir lasasmid til tess ad opna inn til Mette svo vid gaetum byrjad fundinn. Sunnudeginum aetla eg ad eyda i vafri um Aalborg a medan kallinn studerar. Svo er tad ofur snemmbuin lestarferd a morgun og flugferd tar sem eg verd burdadyr ;)

Hilsen fra DK

fimmtudagur, maí 18, 2006

Mega sega nörd


Síðustu daga hef ég setið hér á "skrifstofunni" í Brúarásnum og hannað heimasíðu. Þegar ég kemst á kaf í php errorum(segi þetta bara því ég kann ekkert í php ;) ) þá er ég sko í essinu mínu! Kók mér við hlið, þunngt loft, endalaus hamingja þegar villurnar leysast og plástrar passa á rétta staði á modulein...það eina sem vantar er dominospizzukassi með hálfétinni pizzu... og kannski að skipta um kyn ;) Afraksturinn er ekki enn orðinn opinber, það á eftir að fixa texta og myndir...á 3 tungumálum! Það þarf náttúrulega ekki að tala um það hvað ég skammast mín fyrir að eiga "bara" blogspot síðu eins og stendur... úff *nördahrollur*

Þessi pistill var í boði gervinördsins í mér. Í raun er ég ferðarotta sem elska tilhugsunina um challangeið að komast á hálftíma frá gateinu mínu á Kastrup og í lestina á leið til Malmö ;)

miðvikudagur, maí 17, 2006

Júróvisionfest

Á morgun rennur dagurinn mikli upp. Undanúrslitin í euro með Silvíu Nótt sem er búin að gera allt vitlaust í Aþenu. Ég er ekkert feimin að viðurkenna að ég fíla eurovision, enda er ég íslendingur. Mér finnst Silvía ekkert æði, en tek hattinn ofan fyrir PR manneskjunni hennar! Alveg búin að vera að spila út stórum trompum undanfarið. Ekki að ég viti nokkuð um það hvort þetta eigi eftir að virka til að koma okkur í úrslitin, en hver veit! Amk verður eurovisionpartý hér annað kveld. :) Spurning hversu mygluð ég verð því í Malmö daginn eftir á fundi... haha :)

Svo mikil er samt trú mín á Silvíu að ég breytti flugmiðanum mínum svo að ég gæti séð útslitin á laugardaginn. Ég var svo heppin að fá aðgang að sjónvarpi, reyndar í Álaborg, svo ég þarf fyrst að taka lestina. Það verður svo ekki amalegt að hitta eiganda sjónvarpsins í leiðinni :)

mánudagur, maí 15, 2006

Kringlan kl 14 á mánudegi

Í dag kom upp neyðarástand á heimilinu. Í miðri php villu ákvað ég að róa hugann með kleinubakstri. Ég á ekki kleinujárn(týndist í flutningum) og því var arkað í Nóatún þar sem ég hélt að allt fengist. Allt nema náttla kleinujárn! Þetta endaði með að ég frétti í Húsgagnahöllinnin að eini staðurinn í bænum til að fá slíkt vopn væri Kringlan. Jæja, ég skelli mér þangað og hugsaði mér gott til glóðarinnar, kl 14 á mánudegi! En neinei, nýtt kortatímabil í Kringlunni og því var ég bara heppin að fá bílastæði! Kringlan leit út eins og á góðum laugardegi!! Ég hreinlega skil ekki hversu margir íslendingar eru aðgerðalausir og hanga í kringlunni kl 14 á mánudögum. Þetta skil ég allra síst því að ég var þarna sjálf, alveg aðgerðalaus að kaupa kleinujárn kl 14 á mánudegi ;)

sunnudagur, maí 14, 2006

Gata fallega fólksins

Loksins fór ég að sjá Pókók, leikrit Halaleikhópsins í ár. Jón Freyr leikur Kidda gufu og því var ég búin að heyra hluta af leikritinu aaaaaaaaansi oft heima hjá mér, en aldrei í samhengi. Þetta var hin besta skemmtun eins og við mátti búast. Ég fór ásamt fríðu föruneyti, en ég held að ég hafi þekkt sirca 30% af áhorfendum þetta kvöldið ;)

Sólin skín, hugmyndir koma upp og falla um sjálft sig, sundið er alveg í góðum gír og Yogað byrjar á morgun! Hvað er hægt að biðja um meira? Jú, kannski að Ingunn uppgötvaði þegar hún kom í heimsókn í dag að öllum líkindum býr fallegasta manneksja heims í eins íbúð og ég! hah! Kannski við fallegu stelpurnar í götunni ættum að halda garðpartý saman ? hahahha :) Já, ég er leim og hef lesið of mikið í Séð og Heyrt :)

laugardagur, maí 13, 2006

Hallærispartý


Það er engin spurning að fólkið í Rauðalæknum eru snillingar að halda góð partý. Engin spurning! Engin undantekning var á þeirri reglu í gærkvöldi þegar Hallærispartýið gekk yfir. Mér tókst að sjóða saman dressi úr mínum eigin fötum (mjög sorglegt, I know!) Hundurinn minn toppaði samt gelgjudressið sem var óendanlega lame.

Hallærislegir útileikir - hallærislega veitingar - hallærisleg tónlist - og síðast en ekki síst hallærislegt fólk !

Myndir : Hér

fimmtudagur, maí 11, 2006

Betri tíð...

....þegar svartsýnin virðist vera að heltaka mann þá skellir mar "Betri tíð" með stuðmönnum á fóninn og syngur með. Hátt. Lagið verður svo að vera á repeat þar til góða skapið er komið aftur. Best er að nota þetta í rigningu og öðrum sudda þegar veðrið er enganvegin að hjálpa til að hressa upp á skapið.
Ég hef ákveðið að taka ráðum móður minnar og hætta að hafa áhyggjur af bílskrjóðnum og njóta þess að hafa hann í lagi. Ég bíð því bara spennt eftir símtali þegar mér verður tjáð að brumminn sé tilbúinn og ég fái að bruna með gula einkavagninum út á Nes að sækja elskuna. Þetta verða tvímælalaust góðir endurfundir (þar sem Visa kortið verður skilið eftir heima því það gæti skemmt gleðistundina með væli yfir misnotkuninni) og hef ég ákveðið að klára þetta með stæl og þrífa Bellu hátt og lágt! Og láta svo loksins verða af því að hengja eitthvað skemmtilegt dýr í baksýnisspegilinn. Spurning hvort ég ætti að þvo Wagner og hengja hann þarna?

Annars er allt gott að frétta úr lúxushöllinni í árbænum. Búin að koma mér fyrir á skrifstofunni með tölvuna og pappírana. Er at the moment að hanna eina heimasíðu og undirbúa eitt stykki norrænan fund. Síðan eru pælingar um Álandseyjarfund í byrjun Júní þar sem mér gæti áskotnast eins og einn aukadagur á eyjunni fögru. Það væri nú ekki slæmt að fara í örlítið nostralgíukast og labba um Torggatan í sól og blíðu, skella sér kannski niður á strönd eða ef til vill bara á Alvars! (enda verð ég þá þarna á laugardagskvöldi!!) Hvernig væri svo að taka sér rútuferð til Hammerlands, reyndar er Ålandsfågel löngu farið á hausinn, en samt... ! - Þetta yrði þá alvöru útskriftaferð :D

Drífið ykkur nú að setja Betrið tíð á fóninn! og ekki gleyma "undanúrslitapartýinu" í næstu viku , 18. maí :)

Ef bara ég hefði jafnvægisskyn...

...þá myndi ég ferðast allt á hjóli.
Ég er búin að komast að því að maður ekki að eiga nokkurn skapaðan tæknilegan hlut sem að maður skilur ekki fram og til baka, aftur og fram. Flestir kannast eflaust við það hvimleiða atvik að fara með tölvuna sína í viðgerð, fá svo risa reikning og allt virðist ennþá vera í hassi. Á slíkum stundum er oftast einhver tölvufróður vinur tekinn með á verkstæðið til að rífast og fá reikninginn niður í nokkra þúsundkalla og fá viðgeraðmennina til þess að gera við það sem í raun var að. Ég hef einmitt oft verið þessi vinur.

Ég er hinsvegar alltof léleg í að biðja um aðstoð annarra og fattaði því ekki að það er ekki hægt að eiga við nokkra viðgeraðamenn tengda bílnum án þess að vita allt um bíla. Þessu er ég búin að bremma mig svo illa á síðustu dagana að reiðin kraumar í mér. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn sár og reið yfir jafn heimskulegum hlut eins og bíldruslu. Það er eins gott að hún verði í lagi þegar ég fæ hana loksins úr dýru viðgerðinni. En það er svosem ekkert víst, ekki get ég séð það því ég veit ekkert um bíla. Þegar ég festist upp á steingrímsfjarðarheiðinni í sumar þá ætla ég að fara að gráta!

Ég held ég fari að stúdera bíla... þetta gengur ekki. Eða enn betri lausn : flytja úr landi einhvert þar sem eru almenningssamgöngur og ég þarf ekki að eiga bíl.

Ég er reið

þriðjudagur, maí 09, 2006

Nú hefst ég handa...

....við að gera íbúðina eins og ég vild hafa hana :) Palli er jú farin til Tálknó og ég ein eftir í kotinu. Nú er því komið að því að skreyta íbúðina eins og ég vil hafa hana, það er jú ekkert á veggjunum hér, sem er nú ekki beint ég! Við sjáum svo hvað kemur útúr þessu öllu saman ;)

Annars er Bella búin að vera lasin, en vonast er til þess að þetta lagist allt í vikunni. Stefnt að því að fara með hana í skoðun og alles fyrir helgi og þá ætti ég að vera tilbúin fyrir ferðalög sumarsins.

Mæli annars með að fólk njóti sólarinnar, hún er óendanlegur gleðigjafi :)

sunnudagur, maí 07, 2006

Ertu ekki að djóka, skiluru?

Kæru lesendur

Ég verð að viðurkenna ein mín stærstu mistök hingað til. Fyrir skömmu hóf ég að undirbúa fund í norræna samstarfinu mínu. Nauðsynlegt var að halda fundinn nú í Maí mánuði og stakk ég uppá dagsetningu. Rætt var fram og til baka um dagsetninguna, ég ræddi um hana við marga vini og kunningja og enginn benti mér á hið augljósa. Síðan pantaði ég mér rándýran flugmiða til þess að komast á umræddan fund í höfðustað konungsríkisins fyrrverandi. Allt virtist ætla að ganga upp og var ég meira að segja búin að finna gistingu þessa einu nótt sem ég ætla að eyða í borginni umtöluðu. En svo loksins uppgötvaði ég mistökin (þegar ég sat á klósettinu!) - ÉG VERÐ Í FLUGVÉL ÞEGAR EUROVISION ÚRSLITAKVÖLDIÐ VERÐUR Í SJÓNVARPINU!!! Flugið mitt hefst kl 19:25 að íslenskum tíma og líkur svo rétt rúmlega þegar eurovision er búið.

Já, kæru lesendur, þetta voru alvarlega mistök. Þetta þýðir auðvitað bara eitt. Ég verð að halda stærðarinnar undanúrslita-partý! Öllum er velkomið að gista hér eftir partýið - sérstaklega þar sem einhver heppinn þarf að keyra mig niður á BSÍ kl 5 um nóttina !

Hugsið til mín úr eurovisionpartýunum - ég mun drekkja sorgum mínum í flugvélinni og gerast alvöru flugdólgur!

tárvotar kveðjur
Freyja ekki-eurovisiongella

laugardagur, maí 06, 2006

Misson : Verða fullorðin : acomplished !

Dagurinn í dag fór í að flytja í Árbæinn. Núna er ég semsagt flutt að heiman. Hluti þrjú af missioni vikunnar er semsagt lokið. Ég er flutt inn til karlmanns. Ekki halda að hann sé stóra ástin í lífinu mínu. Enganveginn. Jú, matarástin á Palla er reyndar til staðar. Nýpressaður safi og café-to-go er frábært. En bráðlega tek ég yfir heimilið og Páll flytur vestur á firði og ég hef óvissu-frí-ekki frí-veit ekki hvað tímabil í Maí.

Geir, til hamingju með afmælið! Vonandi mætiru í búningnum á klakann ;)

föstudagur, maí 05, 2006

Rope Yoga og niðurpakkning

Haldið þið ekki að ég hafi bara dottið í lukkupottinn í kveld?!?!? Bjarnheiður elskuleg sendi út email á vinkonuhópinn með tilboð um laust frítt pláss í Rope Yoga sem móðir hennar á og vildi gefa. Og ég var fyrsta að svara :) :) :) Svo ég er að fara í Rope Yoga í 8 vikur frá og með 15. maí! Ég er megasega spennt :) Hefur langað að fara í einhverskonar Yoga í mööööööööörg ár, aldrei fengið mig í það og nú er bara ekkert aftur snúið. Reyndar er ég óliðugasta manneskjan í heiminum, en ég meina, maður á víst að fara í yoga til þess að læra að vera liðugur! :) svo að þetta verður baaaaaaara frábært :) Hlakka MIKIÐ til :D

Ég er annars að pakka niður herberginu mínu. Það er mjög skrítið. Herbergið er mjög tómlegt eins og stendur og allt útí kössum. Veit ekki alveg hvernig Palla greyinu verður við þegar ég verð búin að umbreyta skandínavíska minimalismanum hans í my style, myndir um alla veggi og litadýrðin í hámarki!

Annars erum við sambýlingarnir strax farin að rífast um skápapláss, plöntur eða ekki og annað eins fáránlegt ;) Hinsvegar vorum við alveg sammála um draumaklukkuna sem prýðir nú stofuvegginn, 16" skólaklukka úr Ikea, hún er geggjuð. Fólk sem þekkir mig veit að ég bý hvergi án þess að hafa veggklukku. Því stærri, því betri :)

Best að halda áfram í niðurpakkningu, ætla að flytja á morgun, fara á söngtónleika og brosa aðeins meira yfir því hvað lífið er frábært :D

fimmtudagur, maí 04, 2006

Mission: Verða fullorðin. Hluti 2: lokið

Forvitnin er væntanlega að drepa ykkur flest. Að minnsta kosti þá sem voru búnir að koma með einhverja af eftirfarandi tillögum að hluta 2 :

- að ég væri að fara að trúlofa mig (ég geri nú ekki ALLT yfir internetið!!)
- að ég væri ólétt (hahahahhaha!)
- að ég væri að fara að gifta mig (enn meira hahahha!)
- að ég ætlaði að flytja til Nýja Sjálands í haust með Henrik
- að ég ætlaði að selja Bellu og kaupa hjól (besta uppástungan, ég hugsa útí það!)

Allt voru þetta rangar ágiskanir. Ég var samt búin að segja ykkur flestum hvert verkefni dagsins væri!

...í dag skrifaði ég undir ráðningasamning hjá Fellaskóla! Þar mun ég hefja störf í Ágúst og að öllu óbreyttu verð ég umsjónarkennari í 4. bekk fram í mars þegar ég held svo til DK í lýðháskóla. Semsagt, fyrsti ráðningarsamningur minn sem grunnskólakennari er hér með undirritaður! Og hana nú!

Hluti 3 gerist smám saman. Stefni að því að honum ljúki samt um helgina. Hann byrjaði í dag, fyrstu kassarnir eru komnir hingað í Árbæinn til Palla.

Vildi svo bara segja ykkur að ég er að blogga á iBook G4! Það hef ég ekki gert áður..PC manneskjan sjálf!

Heimsins stysta útskriftaferð

Þegar vinir mínir og kunningjar í Kennaraháskólanum flykkjast til Spánar, Englands eða Danmerkur í skemmtiferðir til að fagna því að skólagöngu okkar er lokið fer ég á fund. Fundurinn verður í Malmö og KBH og keypti ég mér flugmiða í dag. Það eru nákvæmlega 40 tímar frá því að ég flýg frá Keflavík og þar til ég lendi þar aftur!

Heimsins stysta útskriftaferð

miðvikudagur, maí 03, 2006

B.ed

 

Jábbs, ég lofaði mynd af hluta 1 af missionum vikunnar! ;)

Síðan er ég búin að uppgötva að Picasa er snilld í að búa til webpage með myndum!! Svo ég setti myndir dagsins inn á http://nemendur.khi.is/freyfinn/mai06/

Tími til komin að gera tilraun 4 til að sofa í dag. Líkaminn minn orðinn vanur að sofa bara 4 tíma á nóttu og skilur ekkert í mér að vilja sofna fyrir kl 5 að nóttu!! Posted by Picasa

þriðjudagur, maí 02, 2006

Mission : Verða fullorðin. Hluti 1: lokið

Mission : Verða fullorðin er mottó vikunnar. Ég er með þrjú verkefni þessa vikuna sem öll færa mig nokkrum skrefum nær því að verða fullorðin.

Fyrsta hlutanum er lokið, hann fólst í að skila inn B.ed ritgerðinni minni og þar með nánast ljúka skólaferli mínum í Kennaraháskólanum! Það eina sem er eftir er að útbúa eina örlitla heimasíðu í valfaginu mínu og þá er ég færdig!

Núna ætla ég að fara að fagna því að Fjarmennt í nútíð og framtíð er komin inngormuð og plöstuð til nemendskrár :)

Set inn mynd af gripnum fljótlega, ég er svo mega stollt af honum :)

Hluti 2 : upplýsist á fimmtudaginn

mánudagur, maí 01, 2006

Fjarmennt

Nýyrðasmíði Freyju hefur ákveðið að orðið fjarmennt verði skilgreint sem yfirheiti fjarnáms, dreifnáms og blandaðs náms. Ef þið hafið áhuga á frekari vitnesku um stöðu fjarmenntar á grunnskólastiginu á Íslandi er um að gera að senda mér línu á morgun og fá meistaraverkið sent á pdf.

En það sem mig vantar núna er : ykkar álit á orðinu! Er þetta alveg útúr kú?

36,5 tímar í deadline...

...og jafnlangt í að ég hefji rauðvínsdrykkjuna langþráðu!

Kafli 4. bíður mín!