Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

fimmtudagur, maí 11, 2006

Betri tíð...

....þegar svartsýnin virðist vera að heltaka mann þá skellir mar "Betri tíð" með stuðmönnum á fóninn og syngur með. Hátt. Lagið verður svo að vera á repeat þar til góða skapið er komið aftur. Best er að nota þetta í rigningu og öðrum sudda þegar veðrið er enganvegin að hjálpa til að hressa upp á skapið.
Ég hef ákveðið að taka ráðum móður minnar og hætta að hafa áhyggjur af bílskrjóðnum og njóta þess að hafa hann í lagi. Ég bíð því bara spennt eftir símtali þegar mér verður tjáð að brumminn sé tilbúinn og ég fái að bruna með gula einkavagninum út á Nes að sækja elskuna. Þetta verða tvímælalaust góðir endurfundir (þar sem Visa kortið verður skilið eftir heima því það gæti skemmt gleðistundina með væli yfir misnotkuninni) og hef ég ákveðið að klára þetta með stæl og þrífa Bellu hátt og lágt! Og láta svo loksins verða af því að hengja eitthvað skemmtilegt dýr í baksýnisspegilinn. Spurning hvort ég ætti að þvo Wagner og hengja hann þarna?

Annars er allt gott að frétta úr lúxushöllinni í árbænum. Búin að koma mér fyrir á skrifstofunni með tölvuna og pappírana. Er at the moment að hanna eina heimasíðu og undirbúa eitt stykki norrænan fund. Síðan eru pælingar um Álandseyjarfund í byrjun Júní þar sem mér gæti áskotnast eins og einn aukadagur á eyjunni fögru. Það væri nú ekki slæmt að fara í örlítið nostralgíukast og labba um Torggatan í sól og blíðu, skella sér kannski niður á strönd eða ef til vill bara á Alvars! (enda verð ég þá þarna á laugardagskvöldi!!) Hvernig væri svo að taka sér rútuferð til Hammerlands, reyndar er Ålandsfågel löngu farið á hausinn, en samt... ! - Þetta yrði þá alvöru útskriftaferð :D

Drífið ykkur nú að setja Betrið tíð á fóninn! og ekki gleyma "undanúrslitapartýinu" í næstu viku , 18. maí :)

1 Comments:

  • At 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
    »

     

Skrifa ummæli

<< Home