Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ef bara ég hefði jafnvægisskyn...

...þá myndi ég ferðast allt á hjóli.
Ég er búin að komast að því að maður ekki að eiga nokkurn skapaðan tæknilegan hlut sem að maður skilur ekki fram og til baka, aftur og fram. Flestir kannast eflaust við það hvimleiða atvik að fara með tölvuna sína í viðgerð, fá svo risa reikning og allt virðist ennþá vera í hassi. Á slíkum stundum er oftast einhver tölvufróður vinur tekinn með á verkstæðið til að rífast og fá reikninginn niður í nokkra þúsundkalla og fá viðgeraðmennina til þess að gera við það sem í raun var að. Ég hef einmitt oft verið þessi vinur.

Ég er hinsvegar alltof léleg í að biðja um aðstoð annarra og fattaði því ekki að það er ekki hægt að eiga við nokkra viðgeraðamenn tengda bílnum án þess að vita allt um bíla. Þessu er ég búin að bremma mig svo illa á síðustu dagana að reiðin kraumar í mér. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn sár og reið yfir jafn heimskulegum hlut eins og bíldruslu. Það er eins gott að hún verði í lagi þegar ég fæ hana loksins úr dýru viðgerðinni. En það er svosem ekkert víst, ekki get ég séð það því ég veit ekkert um bíla. Þegar ég festist upp á steingrímsfjarðarheiðinni í sumar þá ætla ég að fara að gráta!

Ég held ég fari að stúdera bíla... þetta gengur ekki. Eða enn betri lausn : flytja úr landi einhvert þar sem eru almenningssamgöngur og ég þarf ekki að eiga bíl.

Ég er reið

1 Comments:

  • At 2:54 f.h., Blogger Ásdís said…

    ef þú vilt almenningssamgöngur eru Bandaríkin úr myndinn (nema sumar stórborgir kannski)

     

Skrifa ummæli

<< Home