Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, maí 31, 2006

Engar myndir

Blogger vill ekki leyfa mér að setja meiri myndir! Hvorki sæta mynd af litlu lús né mynd af frábæru blómunum sem að karlmaður gaf mér í gær. Nei, ekki ástmaðurinn, heldur ungur sundkappi sem ég er búin að vera að þjálfa í nokkra mánuði. Alltaf jafn æðislegt að fá blóm :)

En í morgun gerðist svolítið hrillilegt! Í mestu makindum var ég að lesa fréttablaðið og borða AB mjólkina mína þegar mér varð litið á sjónvarpsdagskrá kvöldsins. Allt í einu fór hugurinn á reik og eftirfarandi hugsanir flugu í gegnum huga minn:

"hmm, gaman að hafa fleiri en eina sjónvarpsstöð!...maður getur legið fyrir framan sjónvarpið heilt kvöld!!... hmm...kannski ég ætti að sleppa sundi með Nordjobburunum í kvöld og bara skella mér á þessa frábæru dagskrá hjá Skjá einum!"

obbobbobb!! Hvað er að gerast! Freyja að sleppa sundi fyrir sjónvarp? Nei, nú varð ég hrædd! Ég skundaði inn í herbergi, játaði syndir mínar fyrir Katrínu, sem auðvitað varð stórhneyksluð og hjálpaði mér að komast aftur í mitt eigið líf...sjónvarpslitla lífið! Málið er að sjónvarp hefur aldrei gengið fyrir í mínu lífi, ekki nema þá til að horfa á Eurovision og Áramótaskaupið. Báðum þáttum hef ég þó sleppt úr án þess að kippa mér mikið upp við það. Og ég vil halda við slíkum hugsunarhætti!

Síðar í dag eftir erfiðan þræladag hjá Katrínu og Ölmu fór ég svo í yndælt pönnukökuboð hjá Marimekkokonu nr. 1. Þar barst umræðan að því hversu óendanlega hugguleg stofan á þeim bæ er. Ástæðan sem allir gestir voru sammála um : ekkert sjónvarp!

Svo nú sit ég með tölvunni minni og rauðvínsglasi, Páll hrítur inn í rúmi og ég er að hugsa um að fara sjálf að sofa. Verður gaman að hafa einhvern til að tala við yfir morgunmatnum.

nähdään!

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home