Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

sunnudagur, maí 07, 2006

Ertu ekki að djóka, skiluru?

Kæru lesendur

Ég verð að viðurkenna ein mín stærstu mistök hingað til. Fyrir skömmu hóf ég að undirbúa fund í norræna samstarfinu mínu. Nauðsynlegt var að halda fundinn nú í Maí mánuði og stakk ég uppá dagsetningu. Rætt var fram og til baka um dagsetninguna, ég ræddi um hana við marga vini og kunningja og enginn benti mér á hið augljósa. Síðan pantaði ég mér rándýran flugmiða til þess að komast á umræddan fund í höfðustað konungsríkisins fyrrverandi. Allt virtist ætla að ganga upp og var ég meira að segja búin að finna gistingu þessa einu nótt sem ég ætla að eyða í borginni umtöluðu. En svo loksins uppgötvaði ég mistökin (þegar ég sat á klósettinu!) - ÉG VERÐ Í FLUGVÉL ÞEGAR EUROVISION ÚRSLITAKVÖLDIÐ VERÐUR Í SJÓNVARPINU!!! Flugið mitt hefst kl 19:25 að íslenskum tíma og líkur svo rétt rúmlega þegar eurovision er búið.

Já, kæru lesendur, þetta voru alvarlega mistök. Þetta þýðir auðvitað bara eitt. Ég verð að halda stærðarinnar undanúrslita-partý! Öllum er velkomið að gista hér eftir partýið - sérstaklega þar sem einhver heppinn þarf að keyra mig niður á BSÍ kl 5 um nóttina !

Hugsið til mín úr eurovisionpartýunum - ég mun drekkja sorgum mínum í flugvélinni og gerast alvöru flugdólgur!

tárvotar kveðjur
Freyja ekki-eurovisiongella

9 Comments:

 • At 10:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  jiminnsann, ég verð í loftinu meðan á undanúrslitunum stendur!!! var ekki búin að fatta þetta... hmmm...

   
 • At 10:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  DÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖö við erum ýkt ókúl Bjarna!

   
 • At 9:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Eitt orð: KJÁNAPRIK!!!! :)

   
 • At 1:57 e.h., Blogger Erna Björk said…

  Freeeeyyyyyjjjjaaaaa!!!!

  Hvað varstu að spá! Ætlarðu að segja mér að þú munir missa af því þegar litla skerið í norðri RÚSTAR Eurovision?? hehehe;)

   
 • At 3:19 e.h., Blogger Ásdís said…

  hehe já ég missi líklega af undankeppnini því ég er í tíma:S (og það er voða heilagt hér að mæta í tíma)

   
 • At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hver er onani? held sá/sú hafi eitthvað misskilið... ég er ekkert miður mín yfir þessari uppgötvun :P hef oft misst af júróvísjón og alveg lifað af :D

   
 • At 10:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  greinilega orðin aðeins of fullorðin....strax farin að gleyma;)

   
 • At 10:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  greinilega orðin aðeins of fullorðin....strax farin að gleyma;)

  -Brynja

   
 • At 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
  »

   

Skrifa ummæli

<< Home