Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, maí 24, 2006

How to departure from Kastrup airport

Loksins, eftir fjórar ferðir til DK á fjórum mánuðum er ég búin að læra hvernig maður á að gera þetta! Flestir vita að það er best að tékka snemma inn: þá kemur farangurinn þinn fyrstur á bandinu heima á klakanum og þú færð sæti fremst í vélinn og þar með kemstu snemma út :)

Á mar þá ekki bara að mæta snemma útá völl? Þá kemur að vandamálinu! Það er jú hundleiðinlegt að hanga á flugvellinum í 2 klst eða meira áður en flugvélin loksins fer í loftið! En ég fann lausn á þessu vandamáli !
1. Komdu snemma útá flugvöll og tékkaðu þig inn. Þá ertu búin að losa þig við farangurinn og komin með sæti fremst í vélinni.
2. Skelltu þér aftur í lestina og farðu 2 stopp til baka til borgarinnar. Hoppaðu út í orested og skelltu þér í Fields. Þar geturu : verslað smá auka, fengið þér að borða eða bara hangið á kaffihúsi. Amk er allt ódýrara þar en á flugvellinum og það er skemmtilegra en flugvöllurinn!
3. Áður en þú veist af er kominn tími til að taka lestina aftur úta´flugvöll, þú getur strunsað beint upp stigann í terminal 3 og í securitið. Þá er eflaust komið boarding í flugvélina þína og þú ferð beint út í flugvél og í loftið!

Þessi pistill var í boði einkunnametnaðaræðinu í mér sem er aldrei sátt

2 Comments:

 • At 12:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Tad er m.a.s. haegt ad spila nokkurs konar minigolf i Fields. Tad er a efstu haedinni. Gott plan
  Rakel Bjork

   
 • At 1:25 e.h., Blogger Magdalena said…

  Ég þarf að prenta þetta út fyrir næstu Köben ferð ;)

   

Skrifa ummæli

<< Home