Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, maí 17, 2006

Júróvisionfest

Á morgun rennur dagurinn mikli upp. Undanúrslitin í euro með Silvíu Nótt sem er búin að gera allt vitlaust í Aþenu. Ég er ekkert feimin að viðurkenna að ég fíla eurovision, enda er ég íslendingur. Mér finnst Silvía ekkert æði, en tek hattinn ofan fyrir PR manneskjunni hennar! Alveg búin að vera að spila út stórum trompum undanfarið. Ekki að ég viti nokkuð um það hvort þetta eigi eftir að virka til að koma okkur í úrslitin, en hver veit! Amk verður eurovisionpartý hér annað kveld. :) Spurning hversu mygluð ég verð því í Malmö daginn eftir á fundi... haha :)

Svo mikil er samt trú mín á Silvíu að ég breytti flugmiðanum mínum svo að ég gæti séð útslitin á laugardaginn. Ég var svo heppin að fá aðgang að sjónvarpi, reyndar í Álaborg, svo ég þarf fyrst að taka lestina. Það verður svo ekki amalegt að hitta eiganda sjónvarpsins í leiðinni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home