Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, maí 02, 2006

Mission : Verða fullorðin. Hluti 1: lokið

Mission : Verða fullorðin er mottó vikunnar. Ég er með þrjú verkefni þessa vikuna sem öll færa mig nokkrum skrefum nær því að verða fullorðin.

Fyrsta hlutanum er lokið, hann fólst í að skila inn B.ed ritgerðinni minni og þar með nánast ljúka skólaferli mínum í Kennaraháskólanum! Það eina sem er eftir er að útbúa eina örlitla heimasíðu í valfaginu mínu og þá er ég færdig!

Núna ætla ég að fara að fagna því að Fjarmennt í nútíð og framtíð er komin inngormuð og plöstuð til nemendskrár :)

Set inn mynd af gripnum fljótlega, ég er svo mega stollt af honum :)

Hluti 2 : upplýsist á fimmtudaginn

15 Comments:

 • At 3:09 e.h., Blogger Jónas said…

  ertu að fara að trúlofa þig?

   
 • At 3:24 e.h., Blogger Valla said…

  Flytja að heiman og verða áskrifandi að morgunblaðinu giska ég á. Til lukku með B.Edið!

   
 • At 5:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Frábært til hamingju! I know the feeling :)
  En já er hluti 2 eitthvað leyndó? Ertu ekki að fara að flytja í Árbæjinn, það vita það allir hvort eð er ;-)

   
 • At 8:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Til hamingju með að vera búin að skila ritgerðinni :) Já, ég bíð spennt eftir nýja nágrannanum mínum !!!

   
 • At 12:00 f.h., Blogger Freyja said…

  fleiri ágiskanir? Jónas: þú ert heitur.. ..

   
 • At 1:15 f.h., Blogger Jónas said…

  gifta þig?

   
 • At 5:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Sko ef Jónas er heitur með trúlofunina þá er einhver skuldbinding i gangi og ef það er ekki brúðkaup þá mundi ég giska á að það væri eitt lítið kríli en mar þorir samt ekki að spyrja að svoleiðis því margir taka því svo illa en þetta er greinilega eitthvað spennandi hmmmm...
  Rakel

   
 • At 12:36 e.h., Blogger Valla said…

  Þú ert að fara í brúðkaup æskuvinkonu þinnar? Það er nú svolítið stór fullorðinsáfangi...

   
 • At 1:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  pfff það er ekkert leyndó heldur!...
  Og já þú ert að fara í sambúð með þínum heittelskaða sem er heldur ekkert leyndó.
  Freyja ertu ekki búin að fatta það að þú kannt ekki að eiga leyndó ;-)

   
 • At 2:09 e.h., Blogger Freyja said…

  hahaha, það er ennþá enginn búinn að geta uppá réttu og Jónas er ennþá heitastur :)

   
 • At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  vá ég er alveg mát, pass,... hvað í ósköpunum??? *forvitin*!!!

   
 • At 3:32 e.h., Blogger Jónas said…

  Ekki trúlofun og ekki gifting. Eru að skilja?

   
 • At 5:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ætlaru að selja bellu og kaupa þér hjól?

   
 • At 7:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hummm Freyja ekki vera svona erfið :)
  Búin að taka ákvörðun um haustið sem sé- þ.e. Nýja-Sjáland beibí!

   
 • At 1:06 e.h., Blogger Jónas said…

  Í dag er fimmtudagurinn! Farðu á fætur, legðu Vi Ses frá þér og upplýstu.

   

Skrifa ummæli

<< Home