Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, maí 30, 2006

The multi-task Freyja

Til að byrja með vil ég óska henni Valgerði til hamingju með afmælið! Það var einmitt sú ágætja vinstúlka mín sem gaf mér multi-tasking verkfærið sem er á myndinni hér að ofan. Þetta er ekkert smá verkfæri ! Og í tilefni dagsins þá ákvað ég að vígja verkfærið og ætlaði að merkja bjölluna okkur Palla. Það gekk illa. Það er eitthvað trikk við að ná helv.. miðanum út. Það endar með því að ég brýt odd af stíl-oflæti mínu og set límmiða ofan á þetta allt saman! Ojj hvað það verður ljótt. Kann einhver á svona bjöllur? Amk, næst þegar þið komið í heimsókn þá megið þið endinlega tékka hvort að þið kunnið að taka blaðið út svo að ég geti merkt blessaða bjölluna!

Ég leita líka að drupal nördum, svo ef þið þekkið einn slíkan megið þið endinlega láta viðkomandi hafa samband, ég borga vel...með kleinum!

Þynnkunni er lokið, búin að klóra flest allt á heimilinu eftir hrikalega útreið á heimilinu og heimilisfólkinu á sunnudag. Nú eru hinsvegar flestir orðnir hressir, flugmiði kominn í skúffuna og plan um ódýran túristadag í Stokkhólmi eftir tæpar 2 vikur.

Heimiliskötturinn kemur heim á morgun, svo að það er kannski ástæða til að ryksuga stofuna. Eða bara ekki, kannski hann geti séð um það sjálfur ? ;)

Munið að njóta lífsins, og taka frá 24. júní!!

4 Comments:

 • At 9:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Mér finnst alveg nógu nördalegt að vita hvað drupal nördi er..... ;)

   
 • At 11:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Það hlýtur að vera skrúfa undir bjöllunni til að na miðanum úr;) Allavegana þannig á minni bjöllu:)

  -Brynja

   
 • At 1:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Your website has a useful information for beginners like me.
  »

   
 • At 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  I find some information here.

   

Skrifa ummæli

<< Home