Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, maí 05, 2006

Rope Yoga og niðurpakkning

Haldið þið ekki að ég hafi bara dottið í lukkupottinn í kveld?!?!? Bjarnheiður elskuleg sendi út email á vinkonuhópinn með tilboð um laust frítt pláss í Rope Yoga sem móðir hennar á og vildi gefa. Og ég var fyrsta að svara :) :) :) Svo ég er að fara í Rope Yoga í 8 vikur frá og með 15. maí! Ég er megasega spennt :) Hefur langað að fara í einhverskonar Yoga í mööööööööörg ár, aldrei fengið mig í það og nú er bara ekkert aftur snúið. Reyndar er ég óliðugasta manneskjan í heiminum, en ég meina, maður á víst að fara í yoga til þess að læra að vera liðugur! :) svo að þetta verður baaaaaaara frábært :) Hlakka MIKIÐ til :D

Ég er annars að pakka niður herberginu mínu. Það er mjög skrítið. Herbergið er mjög tómlegt eins og stendur og allt útí kössum. Veit ekki alveg hvernig Palla greyinu verður við þegar ég verð búin að umbreyta skandínavíska minimalismanum hans í my style, myndir um alla veggi og litadýrðin í hámarki!

Annars erum við sambýlingarnir strax farin að rífast um skápapláss, plöntur eða ekki og annað eins fáránlegt ;) Hinsvegar vorum við alveg sammála um draumaklukkuna sem prýðir nú stofuvegginn, 16" skólaklukka úr Ikea, hún er geggjuð. Fólk sem þekkir mig veit að ég bý hvergi án þess að hafa veggklukku. Því stærri, því betri :)

Best að halda áfram í niðurpakkningu, ætla að flytja á morgun, fara á söngtónleika og brosa aðeins meira yfir því hvað lífið er frábært :D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home