Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, júní 30, 2006

Íslensk útilega


Þá er komið að því að leggja land undir fót, og í þetta skiptið ætla ég baaaaaaara að halda mig á klakanum! Ótrúlegt en satt! Stefnan er tekin líklegast norður...og myndi ég giska á að nýja tjaldið verði sett upp á Vestfjörðum í kveld! Annars veit enginn, veðurspáin virðist breytast jafn hratt og innistæðan á bankareikningnum mínum!
En að minnsta kosti er búið að pakka Súbarúinn fullan af íslenskum útilegubúnaði, stígvél, regngalli, nýtt kúlutjald, vetrarfötin og sólgleraugun! Henrik er mjög spenntur að fá að sjá eitthvað fleira en moldarbeð Mosfellsbæjar og kjallaraíbúðina í Árbænum. Svo eru það Sviðnur um næstu helgi og enn ein útilegan helgina eftir það.
Ég fann ógurlegt magn af túrhestabókum á bókasafninu áðan og er því með hjálpartæki þegar kemur að því að fræða útlendinginn um landið fagra. Ég náttla veit ekkert um þetta land sjálf! - ég hef líka komið oftar til Kaupmannahafnar en Akureyrar...

Bara klukkutími eftir af vinnu og svo bruna af stað... ! :)

þriðjudagur, júní 27, 2006

Afmæli kvef og rigning

Eftir stanslaus veisluhöld alla helgina átti ég svo afmæli! Mér fannst sjálfri nú alveg komið nóg af pakkaflóði, hamingjuóskum og athygli svo að ég hélt nú ekki mikið uppá daginn. Hornið fékk að njóta viðskipta okkar skrifstofustúlknanna í hádeginu og um kvöldið elduðum við Henrik okkur mat og pældum í innanlandsferðum, hjólastígum og reyndum að læra íslensku. Mjög fínn afmælisdagur :)

Ég er þó búin að fá all nokkra afmælissöngva, fyrst á laugardagskvöldið söng hele veilsan fyrir mig (sólarhring of snemma), síðan í gær hringdi Ásdís og söng með hjálp systkina sinna fyrir mig og í dag kom Virpi í vinnuna og söng fyrir mig á finnsku :) danska útgáfu hef ég ekki fengið, enda heldur betri helmingurinn því fram að hann geti ómögulega sungið.

Nú er ég hinsvegar komin með mega kvef, hálsbólgu og astma svo ég skreið heim úr vinnunni eftir árangurslítinn morgun og ákvað að fara frekar og reyna að hvíla mig og ná þessu úr mér! Þetta náttla gengur ekki, stefnt á ferðalag um helgina!

Knúsar og kossar fyrir allar frábæru gjafirnar, hamingjuóskirnar og allt saman! Ég á alveg helling af yndislegum vinum og fjölskyldu :) :) :)

sunnudagur, júní 25, 2006

Takk, takk takk og takk!

Gærdagurinn var hreint út sagt æði!

Vaknaði þreytt í gærmorgun til að keyra Henrik greyið til mömmu og pabba þar sem hann fékk að hanga með þeim framá hádegi. Ég þurfti sjálf að fara í athöfnina sem var löng og leiðinleg á köflum en mjög hátíðleg. Eftir þann pakka fór familjen útað borða, síðan var það heim í sólbað og svo byrjuðu gestirnir að streyma inn í finnsku veisluna. Og þvílíkt magn af fólki.. og pökkum!! Fólk var alveg að missa sig greinilega, pakkaborðið fylltist fyrir allar aldir. En þetta var frábær veisla og mjög gaman :) Lea litla lús kom og vakti auðvitað mikla lukku og heillaði alla uppúr skónum. Síðan eftir fyrri veisluna og pakkaopnanir byrjuðu gestir að streyma að aftur. Í þetta skiptið enn fleiri gestir og stemmingin var svo svakalega að þakið ætlaði að rifna af held ég bara! Fólk var syngjandi útá palli, dansandi í stofunni, talandi dönsku í eldhúsinu og að tapa sér bara almennt í gleði og glens. Á einhverjum tímapunkti tókst öllum að verða fyllri en ég og ég var gjörsamlega uppgefin. Eftir góða 2 tíma af bið eftir leigubíl reddaði Elskulegasta Ásdís okkur Henrik heim! Guð hvað það var gott að sofa :)

Enn og aftur : takk takk takk takk fyrir komuna og allt saman ! :)

... og sérstaklega fyrir afmælissönginn sem kom sólarhring of snemma ;)

föstudagur, júní 23, 2006

Sól

Óendanlegt hvað þessi stóra gula sól getur verið mikill gleði og orkugjafi! Tengiliður minn í Danmörku var búinn að fá skipun um að senda mér sól á afmælisdaginn. Eitthvað hefur hann ruglast á dagatalinu því sólin kom viku of snemma. En ekki þykri mér það verra, svo lengi sem að rigningin komi ekki aftur á mánudaginn!

Veitingar í massavís og áfengi í stíl er allt að verða komið í hús fyrir veisludaginn mikla á morgun. Nýjasti íbúinn í Brúarásnum lendir svo á klakanum í kvöld og er undirrituð alveg að rifna úr spenningi. Ekki er tilhlökkunin minni fyrir morgundaginn, enda skemmti ég mér sjaldan jafn vel eins og þegar ég fæ að vera gestgjafi í veislum heilan dag!!! :) Eina sem skyggir á daginn á morgun eru leiðindarræður, hversu snemma ég þarf að vakna og sú staðreynd að mér tekst aldrei að verða sæt fyrir kl 9 á laugardagsmorgni! ;)

Jæja, best að halda áfram að vinna, fyrst ég er nú einu sinni komin í elskulegu 9-4 vinnuna mína :) :) Hér er gaman og alltaf stuð, norræn málefni eru algjörlega búin að taka yfir líf mitt þegar ég er ekki að lesa kennslubækur fyrir 2. bekk til að undirbúa haustið. Þarf að fara að setja upp Hringekju bráðum...

Sjáumst á morgun!

þriðjudagur, júní 20, 2006

Loksins!

Loksins hef ég fengið smá pláss til að koma mér fyrir :) Þ.e. hér í Brúarásnum....og þetta er allt að koma :) Það er ekki orðið kósí hér og enganveginn Freyjulegt, en amk eru sófarnir farnir! Og dótið úr geymslunni svo að rúmið hans Palla fékk að fljúga þangað inn. Á morgun kemur kommóðan mín og restin af rúminu. Vonandi fer svo bráðum að komast heimilislegur bragur á þetta blessaða herbergi..
Stofan er smá skrítin með ekkert sjónvarp og engar græjur..aðalega því að það er ennþá sjónvarpsskápur þar með gapi í ! Eldhúsið þarf nauðsynlega á pottum og eldhúsborði að halda. Þetta er allt í vinnslu. Langar mest í inneign í Búsáhaldabúð Þorsteins Bergsmanns núna! og Ikea! :)

Farin að búa til borðskreytingar fyrir laugardaginn.

Akkurat 3 sólarhringar í fjölgun á heimilinu! Guð hvað ég er spennt :)

p.s. það er gaman í vinnunni :)

sunnudagur, júní 18, 2006

Fúll swing

Jæja, lífið er loksins að komast á fúll swing aftur :) Eftir mjööööög svo rólegan maí mánuð, og frekar rólegan fyrirpart júnímánaðar er lífið aftur að verða eins og ég þekki það best - á fullu :) Það var gott að fara í afslöppun þennan tíma og ég er í alvöru miklu afslappaðri en ég hef nokkurntíman verið áður!

17. júní var fagnað með því að baka fyrir veislu næstu helgi og planera áfengiskaupin. Eftir það var haldið í grillveislu og handboltaáhorf hér í árbænum hjá Heiðdísi og Ella. Alveg frábært kvöld með góðum mat og góðum selskab. Ísland hefði nú alveg mátt vinna þennan handboltaleik...en!

Á morgun hefst svo mín yndislega sumarvinna (hún er náttla yndislega áður en ég byrja!! ;) ) Hún krefst mikillar notkunnar á skandínavískum málum, sem er frábært :) Á föstudaginn verður svo íslenskan endanlega lögð á hilluna þegar daninn kemur til landsins. Ég er því að vonast til að slípast enn frekar í þessum tungumálum í sumar.

Ciao!

fimmtudagur, júní 15, 2006

Sjávarkjallarinn

Jón Freyr átti þrítugsafmæli í gær. Eins og venjulega vantaði ekki flottheitin þegar átti að halda upp á daginn og var því nánustu fjölskyldunni boðið á Sjávarkjallarann. Og líkt og síðast þegar ég fór þangað var þetta ómótstæðilegt! Það er hreinlega ekkert sem jafnast á við þennan veitingastað...amk hef ég ekki fundið neinn betri.

Ég veit að það hljómar skringilega að ég, fiskhatarinn elski sjávarréttastað, en ég er náttla algjör sökker fyrir öllu sem er dýrt og kemur úr sjónum ;)

Myndi af afmælisbarninu eru ekki enn komnar í tölvuna, hinsvegar fylgir hér með mynd af prinsessunni að leggja sig eftir allt átið. Posted by Picasa

miðvikudagur, júní 14, 2006

Að beiðni Valgerðar...

...set ég inn þær myndir sem ég var sæmilega sátt við síðan í gærkvöldi. Ekki margar, en ég lærði heilan helling :) Aðallega að það er sjalgæft að ná góðri mynd einn tveir og tíu :)


...og já ég veit, það er timestamp á 2 fyrstu, ég á eftir að photoshoppa það út :) Posted by Picasa

Reykjavík í öðru ljósi

Í gærkvöldi var ég á miðnæturljósmyndanámskeiði sem var haldið á vegum kæru nordiske venner. Ellen, kennarinn, var ótrúlega skemmtileg og sniðug í að kenna manni einfaldar basic reglur við myndatöku sem að maður hafði áður ekki hugsað of mikið útí. Þessi mynd hér að ofan er ekki sú besta sem ég tók, en ein sú skemmtilegasta :) Við fundum gamlan ljótan stól á Frakkarstígnum og stilltum okkur upp. Ég fékk að vera módel í soldinn tíma því líkt og oft áður var ég í svo miklu bleiku sem passaði náttla mjög vel við umhverfið ;)

En skemmtilegast var að byrja í alvöru að horfa á Reykjavík, ekki bara eins og þegar maður keyrir í gegnum hana á hverjum degi, heldur virkilega horfa eftir myndefni. Þessi borg er nefninlega ansi mögnuð :) Posted by Picasa

****ATH! Það eru enn laus pláss í næstu tvö námskeið hjá Ellen 22. og 27. júní! Allar nánari upplýsingar á www.norden.is/nordklubb *****

þriðjudagur, júní 13, 2006

+2782

Á föstudaginn fékk ég eftirfarandi skilaboð í símann minn :

"Thank you for subscribing to www.irrealhost.com - Dating Service!! Your phone will be charged 2 euros per day until you unregister online"

Hver er svona fyndinn?? :)

mánudagur, júní 12, 2006

Sól...

Heyrði því fleigt að veðrið hefði ekki leikið við klakann um helgina. Varð þess lítið vör því ég naut sólarinnar á Álandseyjum og í Stokkhólmi. Endaði þó með að sólargræði mín kom mér í klandur og nú sit ég hér í rigningunni með skaðbrunnið bak. Eftir nokkar góðar tillögur að ráði til að koma Aloe Vera geli á bakið á mér (búandi ein) endaði ég með að kæla handlæði og vefja því utanum mig og eftir að bakið var orðið nokkuð gott skellti ég svo extra miklu geli í handklæðið og skellti því aftur á bakið... þetta virðist virka nokkuð vel! Sjáum til hvort að öll húðin verði ekki flögnuð af í næstu viku...

Blogger er illa við myndir frá mér svo að mynda og ferðasagan bíður meiri þolinmæði!
Farin að sofa, morgundagurinn bíður með sirca 80 öskrandi sundormum :)
 Posted by Picasa

miðvikudagur, júní 07, 2006

Myndatilraun nr 453

Kennó-teymið mitt :) Við gerum víst fá verkefni saman í framtíðinni :(


Göngugata í Álaborg. Ég var aaaaaaaaalein á sunnudegi, ég held að danir séu svona þunnir á sunnudögum!

Lea litla búin að vefja sig inn í teppið hans Palla, algjör rúsína :)

Kaffiilmur..


Fjölskylda mín hafði miklar áhyggjur af mér þegar þau komu í heimsókn á sunnudaginn. Prinsessan krafðist þess að koma í heimsókn og fengu börnin að velja súkkulaðiköku með kaffinu. En vandamálið var að það var ekkert kaffi í boði. Fullorðni helmingur fjölskyldu minnar er einstaklega mikið kaffidrykkjufólk og skildi ekki hvernig ég lifði af hér án þess að eiga kaffikönnu! Þau fyrirgáfu mér kaffileysið sökum gæða kökunnar en mamma velti upp þeirri hugmynd að gefa mér kaffikönnu í útskriftargjöf.

Ég hinsvegar stóðst ekki þennan hópþrýsting svo lengi og þegar ég sá hræódýra pressukönnu í Ikealeiðangri með Eddu og Leu litlu ákvað ég að nú væri kominn tími á að hella uppá. Í morgun eftir morgungöngu kom ég heim með kaffi og bakarísbrauð. Hellt var uppá kaffi í fínu pressukönnunni (helst til þunnt...verð að læra betur á hlutföllin) og drakk það úr flotta latino bollanum sem ég fékk frá Valgerði í innflutningsgjöf. Ég verð að viðurkenna að þetta var allt annað líf! Nú er kannski smá séns að ég geti boðið fjölskyldunni aftur í heimsókn...og boðið uppá kaffi í þetta skiptið!

þriðjudagur, júní 06, 2006

Slæmur/góður dagur

Eftir ógurlegt pirrkast yfir sprungnu dekki (tókst að skipta sjálf!!), lélegri einkunn og almennt misheppnuðum degi fékk ég frábæra símhringingu! Einn sundþjálfarinn hérna í Ármanni var boðið óvænt til Barcelona í næstu viku. Hún fór því í despered leit að lúða sem hefði ekkert að gera í næstu viku. Guð hvað ég er fegin að hún fann mig! :) 9-2 vinna í næstu viku, góð laun og uppáhaldið mitt, 5-6 ára sundormar!! :)

Bankareikningurinn minn held ég hafi verið sá ánægðasti þegar hann heyrði þetta, eða kannski ofvirkning í mér sem höndlar ekki svona heimavinnu mikið lengur. Í þarnæstu viku hefst svo skrifstofvinnan og elskulega 9-5 og vonandi smá stress í lífið!

Happy happy joy joy!

17 dagar í fjölgunina og 20 í afmæli ! :) Og ekki má gleyma: 2 í Åland!! :)

mánudagur, júní 05, 2006

Fyrir viku síðan..


...var ég ennþá að jafna mig eftir afrek helgarinnar. Í gær sá ég loksins myndirnar frá þessu rosalega kvöldi. Ákvað að sýna ykkur ástæðu heilsuleysisins.

Takið sérstaklega eftir armbandinu! ÁTVR er kúl ;)

Annars eru miklar skólapælingar í gangi. Og pælingar um verðlista og heimasíður. Og síðast en ekki síst smá spenningur yfir næstu vikum.

Álandseyjar, Álandseyja og Stokkhólmur, veisluhöld (elska að halda veislur :) ), afmæli!, ferðalög í fleirtölu - innanlands! , eyjar, tvær nýjar vinnur... spennandi tímar!

Bara 18 dagar í að það fjölgi á heimilinu og 21 í afmælisdaginn :) :)

föstudagur, júní 02, 2006

Boðskort


Þetta heimli hefur verið einstaklega bleikt marimekko síðustu 2 daga. Boðskortaframleiðslan var í hámarki og nú eru þau tilbúin. Þessi handgerðu sem fjölskyldan fær með pósti eru að fara að labba sér út á pósthús í þessum töluðu orðum. Þessi emailuðu ættu að liggja í fjöööööldanum öllum af inboxum þessa stundina.

Fékkst þú ekkert boð í útskriftar-afmælisveisluna miklu ? Hafðu samband og leggðu fram kvörtun! freyjafinns@gmail.com

fimmtudagur, júní 01, 2006

Góðir dagar...

... sumir dagar eru bara betri en aðrir :) Ég elska óvænt góða daga. Þar sem hlutirnir ganga upp, óvænt hrós sem fær mann til að brosa út að eyrum...og póstkort sem var heilan mánuð að berast.
Skemmtilegar stundir með góðum vinum, góðar stundir með föndurdótinu og sambýlingur sem kemur með rúnstykki í morgunmat úr bakaríinu.

Þrátt fyrir alla rigninguna er ég skælbrosandi :)