Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, júní 27, 2006

Afmæli kvef og rigning

Eftir stanslaus veisluhöld alla helgina átti ég svo afmæli! Mér fannst sjálfri nú alveg komið nóg af pakkaflóði, hamingjuóskum og athygli svo að ég hélt nú ekki mikið uppá daginn. Hornið fékk að njóta viðskipta okkar skrifstofustúlknanna í hádeginu og um kvöldið elduðum við Henrik okkur mat og pældum í innanlandsferðum, hjólastígum og reyndum að læra íslensku. Mjög fínn afmælisdagur :)

Ég er þó búin að fá all nokkra afmælissöngva, fyrst á laugardagskvöldið söng hele veilsan fyrir mig (sólarhring of snemma), síðan í gær hringdi Ásdís og söng með hjálp systkina sinna fyrir mig og í dag kom Virpi í vinnuna og söng fyrir mig á finnsku :) danska útgáfu hef ég ekki fengið, enda heldur betri helmingurinn því fram að hann geti ómögulega sungið.

Nú er ég hinsvegar komin með mega kvef, hálsbólgu og astma svo ég skreið heim úr vinnunni eftir árangurslítinn morgun og ákvað að fara frekar og reyna að hvíla mig og ná þessu úr mér! Þetta náttla gengur ekki, stefnt á ferðalag um helgina!

Knúsar og kossar fyrir allar frábæru gjafirnar, hamingjuóskirnar og allt saman! Ég á alveg helling af yndislegum vinum og fjölskyldu :) :) :)

1 Comments:

  • At 10:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með útskriftina og að sjálfsögðu afmælið:)

    -Brynja

     

Skrifa ummæli

<< Home