Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

sunnudagur, júní 18, 2006

Fúll swing

Jæja, lífið er loksins að komast á fúll swing aftur :) Eftir mjööööög svo rólegan maí mánuð, og frekar rólegan fyrirpart júnímánaðar er lífið aftur að verða eins og ég þekki það best - á fullu :) Það var gott að fara í afslöppun þennan tíma og ég er í alvöru miklu afslappaðri en ég hef nokkurntíman verið áður!

17. júní var fagnað með því að baka fyrir veislu næstu helgi og planera áfengiskaupin. Eftir það var haldið í grillveislu og handboltaáhorf hér í árbænum hjá Heiðdísi og Ella. Alveg frábært kvöld með góðum mat og góðum selskab. Ísland hefði nú alveg mátt vinna þennan handboltaleik...en!

Á morgun hefst svo mín yndislega sumarvinna (hún er náttla yndislega áður en ég byrja!! ;) ) Hún krefst mikillar notkunnar á skandínavískum málum, sem er frábært :) Á föstudaginn verður svo íslenskan endanlega lögð á hilluna þegar daninn kemur til landsins. Ég er því að vonast til að slípast enn frekar í þessum tungumálum í sumar.

Ciao!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home