Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, júní 07, 2006

Kaffiilmur..


Fjölskylda mín hafði miklar áhyggjur af mér þegar þau komu í heimsókn á sunnudaginn. Prinsessan krafðist þess að koma í heimsókn og fengu börnin að velja súkkulaðiköku með kaffinu. En vandamálið var að það var ekkert kaffi í boði. Fullorðni helmingur fjölskyldu minnar er einstaklega mikið kaffidrykkjufólk og skildi ekki hvernig ég lifði af hér án þess að eiga kaffikönnu! Þau fyrirgáfu mér kaffileysið sökum gæða kökunnar en mamma velti upp þeirri hugmynd að gefa mér kaffikönnu í útskriftargjöf.

Ég hinsvegar stóðst ekki þennan hópþrýsting svo lengi og þegar ég sá hræódýra pressukönnu í Ikealeiðangri með Eddu og Leu litlu ákvað ég að nú væri kominn tími á að hella uppá. Í morgun eftir morgungöngu kom ég heim með kaffi og bakarísbrauð. Hellt var uppá kaffi í fínu pressukönnunni (helst til þunnt...verð að læra betur á hlutföllin) og drakk það úr flotta latino bollanum sem ég fékk frá Valgerði í innflutningsgjöf. Ég verð að viðurkenna að þetta var allt annað líf! Nú er kannski smá séns að ég geti boðið fjölskyldunni aftur í heimsókn...og boðið uppá kaffi í þetta skiptið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home