Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

miðvikudagur, júní 14, 2006

Reykjavík í öðru ljósi

Í gærkvöldi var ég á miðnæturljósmyndanámskeiði sem var haldið á vegum kæru nordiske venner. Ellen, kennarinn, var ótrúlega skemmtileg og sniðug í að kenna manni einfaldar basic reglur við myndatöku sem að maður hafði áður ekki hugsað of mikið útí. Þessi mynd hér að ofan er ekki sú besta sem ég tók, en ein sú skemmtilegasta :) Við fundum gamlan ljótan stól á Frakkarstígnum og stilltum okkur upp. Ég fékk að vera módel í soldinn tíma því líkt og oft áður var ég í svo miklu bleiku sem passaði náttla mjög vel við umhverfið ;)

En skemmtilegast var að byrja í alvöru að horfa á Reykjavík, ekki bara eins og þegar maður keyrir í gegnum hana á hverjum degi, heldur virkilega horfa eftir myndefni. Þessi borg er nefninlega ansi mögnuð :) Posted by Picasa

****ATH! Það eru enn laus pláss í næstu tvö námskeið hjá Ellen 22. og 27. júní! Allar nánari upplýsingar á www.norden.is/nordklubb *****

4 Comments:

 • At 9:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Geggjað! Ég og Rásta ætlum að fara 22.júní- hlakka mikið til! :)

   
 • At 4:28 e.h., Blogger Valla said…

  Ég er líka að fara 22. júní :) Á ég að koma með kókoshnetubrjósthaldarann? ;)

   
 • At 4:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hann er allavega gott myndefni! :)

   
 • At 6:37 e.h., Blogger Freyja said…

  Engin spurning Valla! ;)

   

Skrifa ummæli

<< Home