Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

fimmtudagur, júní 15, 2006

Sjávarkjallarinn

Jón Freyr átti þrítugsafmæli í gær. Eins og venjulega vantaði ekki flottheitin þegar átti að halda upp á daginn og var því nánustu fjölskyldunni boðið á Sjávarkjallarann. Og líkt og síðast þegar ég fór þangað var þetta ómótstæðilegt! Það er hreinlega ekkert sem jafnast á við þennan veitingastað...amk hef ég ekki fundið neinn betri.

Ég veit að það hljómar skringilega að ég, fiskhatarinn elski sjávarréttastað, en ég er náttla algjör sökker fyrir öllu sem er dýrt og kemur úr sjónum ;)

Myndi af afmælisbarninu eru ekki enn komnar í tölvuna, hinsvegar fylgir hér með mynd af prinsessunni að leggja sig eftir allt átið. Posted by Picasa

2 Comments:

 • At 1:01 f.h., Blogger Jónas said…

  það er líka gott að borða á Tapas sko!

  Það er ákveðinn rígur á milli kokkanna á Tapas og Sjávar. Enginn veit af hverju.

   
 • At 9:55 e.h., Blogger Ásdís said…

  Segðu til hamingju með afmælið frá mér:)

   

Skrifa ummæli

<< Home