Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, júní 23, 2006

Sól

Óendanlegt hvað þessi stóra gula sól getur verið mikill gleði og orkugjafi! Tengiliður minn í Danmörku var búinn að fá skipun um að senda mér sól á afmælisdaginn. Eitthvað hefur hann ruglast á dagatalinu því sólin kom viku of snemma. En ekki þykri mér það verra, svo lengi sem að rigningin komi ekki aftur á mánudaginn!

Veitingar í massavís og áfengi í stíl er allt að verða komið í hús fyrir veisludaginn mikla á morgun. Nýjasti íbúinn í Brúarásnum lendir svo á klakanum í kvöld og er undirrituð alveg að rifna úr spenningi. Ekki er tilhlökkunin minni fyrir morgundaginn, enda skemmti ég mér sjaldan jafn vel eins og þegar ég fæ að vera gestgjafi í veislum heilan dag!!! :) Eina sem skyggir á daginn á morgun eru leiðindarræður, hversu snemma ég þarf að vakna og sú staðreynd að mér tekst aldrei að verða sæt fyrir kl 9 á laugardagsmorgni! ;)

Jæja, best að halda áfram að vinna, fyrst ég er nú einu sinni komin í elskulegu 9-4 vinnuna mína :) :) Hér er gaman og alltaf stuð, norræn málefni eru algjörlega búin að taka yfir líf mitt þegar ég er ekki að lesa kennslubækur fyrir 2. bekk til að undirbúa haustið. Þarf að fara að setja upp Hringekju bráðum...

Sjáumst á morgun!

2 Comments:

 • At 11:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Innilegar hamingjuóskir með daginn snúlla! Vonandi áttiru yndislegan dag :D og til hamingju með afmælið :D :D :D (svona smá fyrirfram ;) )
  kveðja Guðný Hulda

   
 • At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Húrra! Húrra! Húrra! fyrir þér Freyja mín og enn og aftur til hamingju :)

   

Skrifa ummæli

<< Home