Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

föstudagur, júní 30, 2006

Íslensk útilega


Þá er komið að því að leggja land undir fót, og í þetta skiptið ætla ég baaaaaaara að halda mig á klakanum! Ótrúlegt en satt! Stefnan er tekin líklegast norður...og myndi ég giska á að nýja tjaldið verði sett upp á Vestfjörðum í kveld! Annars veit enginn, veðurspáin virðist breytast jafn hratt og innistæðan á bankareikningnum mínum!
En að minnsta kosti er búið að pakka Súbarúinn fullan af íslenskum útilegubúnaði, stígvél, regngalli, nýtt kúlutjald, vetrarfötin og sólgleraugun! Henrik er mjög spenntur að fá að sjá eitthvað fleira en moldarbeð Mosfellsbæjar og kjallaraíbúðina í Árbænum. Svo eru það Sviðnur um næstu helgi og enn ein útilegan helgina eftir það.
Ég fann ógurlegt magn af túrhestabókum á bókasafninu áðan og er því með hjálpartæki þegar kemur að því að fræða útlendinginn um landið fagra. Ég náttla veit ekkert um þetta land sjálf! - ég hef líka komið oftar til Kaupmannahafnar en Akureyrar...

Bara klukkutími eftir af vinnu og svo bruna af stað... ! :)

2 Comments:

  • At 12:13 e.h., Blogger Jónas said…

    Freyja, þú ert svo mikill heimsborgari!

     
  • At 6:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vona að ferðin hafi verið góð. Mosfellsbæ á náttúrulega mega falleg moldarbeð. Hef ekkert rekist á Henrik í þeim enn sem komið er.....sé þig skvís!

     

Skrifa ummæli

<< Home