Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

sunnudagur, júní 25, 2006

Takk, takk takk og takk!

Gærdagurinn var hreint út sagt æði!

Vaknaði þreytt í gærmorgun til að keyra Henrik greyið til mömmu og pabba þar sem hann fékk að hanga með þeim framá hádegi. Ég þurfti sjálf að fara í athöfnina sem var löng og leiðinleg á köflum en mjög hátíðleg. Eftir þann pakka fór familjen útað borða, síðan var það heim í sólbað og svo byrjuðu gestirnir að streyma inn í finnsku veisluna. Og þvílíkt magn af fólki.. og pökkum!! Fólk var alveg að missa sig greinilega, pakkaborðið fylltist fyrir allar aldir. En þetta var frábær veisla og mjög gaman :) Lea litla lús kom og vakti auðvitað mikla lukku og heillaði alla uppúr skónum. Síðan eftir fyrri veisluna og pakkaopnanir byrjuðu gestir að streyma að aftur. Í þetta skiptið enn fleiri gestir og stemmingin var svo svakalega að þakið ætlaði að rifna af held ég bara! Fólk var syngjandi útá palli, dansandi í stofunni, talandi dönsku í eldhúsinu og að tapa sér bara almennt í gleði og glens. Á einhverjum tímapunkti tókst öllum að verða fyllri en ég og ég var gjörsamlega uppgefin. Eftir góða 2 tíma af bið eftir leigubíl reddaði Elskulegasta Ásdís okkur Henrik heim! Guð hvað það var gott að sofa :)

Enn og aftur : takk takk takk takk fyrir komuna og allt saman ! :)

... og sérstaklega fyrir afmælissönginn sem kom sólarhring of snemma ;)

3 Comments:

 • At 8:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Takk takk og megatakk fyrir snilldarpartý!
  wrusalega gaman- svona ekta Ráðagerðispartý :)
  Kveðja,
  Helga ofurmyglaða

   
 • At 8:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Takk takk og megatakk fyrir snilldarpartý!
  wrusalega gaman- svona ekta Ráðagerðispartý :)
  Kveðja,
  Helga ofurmyglaða

   
 • At 10:06 f.h., Blogger Jónas said…

  Þú gleymdir alveg að segja frá því hvað uppáhalds gjöfin þín var? Hver var hún?
  Hvað fékkstu frá Henrik í tilefni af útskriftinni og hvað gaf hann þér í afmælisgjöf?

  Viss um að það var rómantískt.

   

Skrifa ummæli

<< Home