Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Klakinn

Í gærkvöldi átti ég í vitrænum umræðum við ónefndan finnskan dreng um "ágæti" Íslands. Eftir smá umræðu vorum við eiginlega sammála um að við hlytum að vera klikkuð að vera hér. Hér er alltaf vont veður, allt er dýrt, tungumálið er fáránlegt...hvað er það eiginlega sem við sækjumst eftir hér?
Ég taldi hann þó klikkaðri en ég því hann kom hingað af frjálsum vilja. Amk var það ég sem var bara svo óheppin að vera fædd hér!

Þegar ég svo kom í miðborgin rétt uppúr 8 í morgun var sýn mín af Íslandi svolítið önnur. Ég fór í göngutúr um Þingholtin og upp Skólavörðustíg, keypti mér dýrt kók og settist fyrir utan eitt mesta túristattraktion í Reykjavík: Hallgrímskirkju og naut sólarinnar! Þetta var alveg hreint út sagt frábært. Einn sólardagur í Reykjavík er á við 40 á Ítalíu.

Málið er bara að sama hvað, þá er klakinn yndislegur. Eins skrítið og það er. Mér finnst mjög fínt að búa í útlöndum í einhvern tíma, en ég held ég geti ekki ímyndað mér líf mitt án klakans góða :)

Þessi færsla var í boði þjóðernissinnans sem blundar í mér ;)

3 Comments:

 • At 9:44 f.h., Blogger Valla said…

  Ertu búin að setja upp lampann? ;) Ísland er best í heimi að því leyti að hérna er hlutunum bara reddað. Þú reddar ekkert gleymdu pin númeri á visa kortinu í útlöndum nema með miklu veseni. Hér ferðu bara á skrifstofuna og færð það samdægurs. Það eru svona hlutir sem ég elska við Ísland.

   
 • At 12:27 e.h., Blogger Freyja said…

  Já, lampinn er mega kúl og auðvelt að ógna Henrik með kökukeflinu! ;)

  Já, Ísland er best í heimi ;)

   
 • At 2:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Fyrir utan það hvað það er bara óendanlega fallegt hérna...búin að enduruppgötva það síðastliðinn mánuð með því að keyra þrisvar á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Og vatnið! ..og ferska, svala loftið...mm love it :)

   

Skrifa ummæli

<< Home