Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Ofur túrhestar

Ferðalangarnir veðurbarðir í þokunni uppi á Sandafelli

Á föstudaginn var brunað í fyrstu túrhestaferðina af þrem. Þegar útlendingurinn er nú loksins mættur á klakann er eins gott að sýna honum svolítið af landinu! Stefnan var á Skaftafell...en þar sem veðurspáin sagði að vestfirðirnir yrðu betri var plönunum breytt skyndilega og brunað norður eftir vinnu. Það var bara rigning og ógeðslegt veður á leiðinni, en eftir 5 klst keyrslu komum við á Reykjanes við Ísafjörð. Bjarnheiður snilli benti okkur á þennan frábæra stað þar sem við fórum í stærsta heita pott landsins, 50 m langan! - og nutum útsýnisins :)

Útsýnið á Reykjanesi, soldið dökk mynd

Á laugardeginum var það rise and shine til að keyra enn fleiri km. Þennan daginn þræddum við óteljandi firði, sáum ógurlegt magn af fallegum fossum (og í einum þeirra ákvað síminn minn að synda smá!) og löbbuðum útum allt! Íþróttaálfurinn dró mig upp á alla hóla og hæðir og auðvitað er ég ekki í neinu formi fyrir slíkt - en það er alveg augljóst að það er kominn tími til að koma sér í form ef maður ætlar að ferðast eitthvað meira með þessum manni!
En þetta var frábær dagur! Reyndar heilmikil þoka, og til að mynda klifruðum við uppá Sandafell við Þingeyri þar sem átti að vera frábært útsýni, en eins og sést á efstu myndinni hér var lítið að sjá nema þoku! ;)
...og Dynjandi var magnaður!

Með Dynjanda í baksýn

Ísafjörður, Hólmavík og Hrafnseyri sáum við til dæmis. Ég hitti oftast einhvern sem ég þekki og Henrik var alveg hættur að skilja hvernig ég gæti þekkt fólk alls staðar, meira að segja á svæði sem ég hefði aldrei komið á áður! En besti bær ferðarinnar var án efa Borðeyri...aldrei séð jafn lítinn "bæ" !! ;)

Við enduðum svo daginn á Tálknafirði hjá Páli Heimissyni þar sem við drukkum bjór, grilluðum og fórum svo í heitu pottana út með firði :) Henrik er aaalveg að fara að fatta æði mitt fyrir heita vatninu ;) En sundið mun hann seint skilja ;)

Bjargtangar

Á sunnudeginum ákvað Palli að slást í för með okkur útá vestasta punkt Evrópu, Bjargtanga á Látrabjargi. Magnaður staður! Ógurlegir klettar með ótrúlegu magni af Ritum og álkum! og Lundum og fleiri fuglum líka. Magnað! Íþróttaálfur 1 og 2 vildu endinlega klifra upp á bjargið og ég fór með. Það endaði þó með að við fórum ekki alveg upp á topp, en þó langleiðina. Ég var vot og blaut uppað hnjám og hundfúl á leiðinni niður. Það er ótrúlegt hvað skapið mitt fer fljótt þegar ég verð blaut í fæturna! Um leið og ég var svo komin í þurr föt eftir 2 klst(!!) gönguferð þá var ég hress og kát ! ;) En ok, ég verð að viðurkenna að það er nokkuð magnað að koma uppá alla þessa hóla og hæðir ;)
Tásur á Rauðasandi

Síðan skiluðum við Palla af okkur til þess að hann gæti farið að hitta pólitísku vini sína en við héldum áfram á Rauðasand. Magnaður staður. Ótrúlega flottur sandur, sem er nú mest gulur en ekki rauður. Þar skelltum við okkur í sandalana, því aðrir skór voru blautir og löbbuðum út að sjó. Náðum nokkrum góðum myndum í skemmtilegu veðri, hálf skýjað, hálf sól, smá vinur... nokkuð magnað :) Vegurinn þangað er hinsvegar hörmulegur, mæli ekki með honum, frekar en öðrum vegum á Vestfjörðum. Ég var lifandi ósköp fegin að við fórum á Súbarú en ekki Bellu!

Síðan var brunað í bæinn með stuttum stoppum á leiðinni. Henrik horfði með löngunaraugum á allar gönguleiðirnar fyrir botni Breiðarfjarðarins sem ekki gafst tími til að fara. 1200 km á 3 dögum er kannski ekki skynsamlegasti ferðamátinn, en svona er þetta þegar maður hefur ekki meiri tíma!

Fleiri myndir hér

p.s. Síminn minn lifnaði aftur við! Svo ykkur er velkomið að hringja í mig :)

6 Comments:

 • At 10:24 f.h., Blogger Jónas said…

  Heppin þú að það skuli ekki vera neinir hólar né fjöll í Sviðnum og ekki syndir maðurinn í land fyrst honum er svona illa við sund.

   
 • At 10:44 f.h., Blogger Freyja said…

  ertu að gefa í skyn að hann vilji ekki vera nálægt mér og vilji flýgja eða?? ;)

   
 • At 12:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hey, þú lofaðir að láta mig spes vita þegar þú færir west! Damn it! en vonandi hafið þið notið þess í botn. Fóruð þið ekki í Reykjafjörð í sundlaugina þar gömlu og natural hot spot?? en þetta hefur verið þrusu gaman. Sjáumst vonandi eitthvað í sumar!

   
 • At 12:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Reis síminn þinn upp frá dauðum 3 dögum síðar? Ég held þú hafir orðið fyrir trúarlegri reynslu.

   
 • At 1:01 e.h., Blogger Freyja said…

  Sabbaló: skyndiákvörðun!
  Valla: já, engin spurning! Eða að hann hafi bara náð að þorna ;) En guð hvað þetta voru ljúfir 2 dagar án síma :)

   
 • At 11:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  vá! magnað :) ég er einmitt á fullu að gera rennslislíkan fyrir dynjandisá þessa dagana... þú mátt gjarnan gefa farvegsásýndarskýrslu ;) :D

   

Skrifa ummæli

<< Home