Freyja tímabundin

Hér mun kjúlli sjálfur bulla í óákveðinn tíma þar til kjúlli sjálfur lifnar aftur til lífsins. Njótið heil

mánudagur, júlí 03, 2006

Vestfirðir með íþróttaálfinum

Veðurspáin sagði mér að fara vestur á firði á föstudaginn. Hún hafði auðvitað rangt fyrir sér og það var miklu betra veður á suðurlandi. En það breytir ekki þeirri einföldu staðreynd að ég átti frábæra helgi með íþróttaálfinum sem dró mig upp á öll fjöll og fyrnindi sem urðu á vegi okkar. Ég komst að því að það er eins gott að hunskast í form ef ég ætla ever aftur í ferðalag með þessum manni, ég var oftast bölvandi og ragnandi í miðri brekku, farið að hrygla í lungunum á meðan íþróttaálfurinn var búinn að hlaupa uppá topp og aftur til baka..... eða svona næstum ;)

Ferðasaga með myndum kemur von bráðar :)

En eitt af því fyrsta sem mér tókst að áorka í ferðinni var að missa símann minn í á, svo að núna á ég ekki síma. Fólk getur náð í mig í síma 5510165 á skrifstofutíma, annars er ég utan þjónustusvæðis :)

3 Comments:

 • At 12:58 e.h., Blogger Valla said…

  Freyja, sérðu hvað gerist þegar þú ert e-ð að sprikla og vesenast? Þú týnir dótinu þínu og allt fer í voll ;)

   
 • At 1:43 e.h., Blogger Freyja said…

  true, ætla að segja íþróttaálfinum það næst þegar hann reynir að draga mig úr sófanum! ;)

   
 • At 5:14 e.h., Blogger Ásdís said…

  vona að þú hafir a.m.k. bjargað símkortinu þínu:) annar batnaði minn bara við að fara í tjörnina svo það er aldrei að vita;)

   

Skrifa ummæli

<< Home